Bændablaðið - 27.04.2023, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 27.04.2023, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 Vísnagerð er þjóðariðkun frá fornu fari og hlutverk þeirra og efni eru nánast samofið lífi þjóðarinnar, samkvæmt vefsíðu kvæðamannafélagsins Iðunnar. Þessum arfi okkar Íslendinga er enn haldið á lofti, en Landssamtök kvæðamanna héldu landsmót á dögunum, nánar tiltekið helgina 21.–23. apríl sl. Var margt um manninn, mæting góð frá bæði aðildarfélögum svo og öðrum gestum, en kvæðamannafélögin Iðunn frá Reykjavík og Vatns- nesingur V-Húnavatnssýslu héldu utan um mótið. Formaðurinn tekur til höndum „Það var afar vel mætt þetta árið,“ segir Bára Grímsdóttir, sem gegnir hlutverki bæði formanns Iðunnar og Stemmu, sem er heiti Landssamtakanna, og bætir við að til kvöldverðar á laugardeginum hefðu bókast yfir sextíu sæti. Bára, sem er fædd og uppalin í kvæðamannafjölskyldu, telur þó ekki eftir sér þá miklu vinnu sem liggur að baki, en hún ásamt fleirum hafa verið að skipuleggja mótið síðan í fyrravor. Meðal annars hafa skipuleggjendur velt fyrir sér hentugum stað fyrir áætlaðan fjölda, grennslast fyrir um skáld fyrri tíma sem eiga rætur að rekja til staðarins svo og þá sem miðla vilja af sköpun sinni eða visku. Bára stóð sjálf fyrir kveðskapar- námskeiði á laugardeginum, rakti þar sögu systkinanna frá Bergsstöðum, en fjögur þeirra fluttust til Reykjavíkur í upphafi tuttugustu aldar og stofnuðu Kvæðamannafélagið Iðunni árið 1929. Nokkru síðar, á árunum 1935- 36, héldu þau í stúdíó og létu hljóðrita þar 200 stemmur sem Steindór Andersen, formaður Iðunnar, lét gefa út í tilefni 75 ára afmælis félagsins árið 2004. Samkvæmt ræðu sem var haldin á útgáfuhátíð Iðunnar þann 15. september sama ár kom fram að: Kvæðamennirnir á silfurplötum Iðunnar eru aðeins 13 að tölu en þeir kveða stemmur sem rekja má til 70 annarra kvæðamanna víðs vegar að af landinu. Við útgáfuna var kappkostað að finna hvaða kvæðamenn fylltu þennan hóp, hvar þeir bjuggu og allt annað sem varpaði ljósi á uppruna laganna. Þá var rakin slóð til jafn margra skálda og hagyrðinga sem áttu lausavísur eða rímnabrot á upptökunum. Alls koma því um 170 kvæðamenn, skáld og hagyrðingar við sögu á silfurplötum Iðunnar. Gaman er að geta þess að við það tilefni var yngsta kvæðamanni Silfurplatnanna, Jóni Eiríkssyni, þær færðar að gjöf, en hann var níu ára árið 1935. Fór Bára einnig yfir kvæðamenn frá Vatnsnesi og feril Jóns Lárussonar, kvæðamanns frá Hlíð í Vatnsenda, dóttursonar Bólu-Hjálmars, en hann var vel þekktur fyrir kunnáttu sína og leikni á þessum sviðum. Lifandi og skemmtileg dagskrá Dagskrá helgarinnar var eins og geta má mjög lifandi og skemmtileg, en strax á föstudagskvöldinu fóru kvæðafélögin mikinn á sviði félagsheimilis Hvammstanga og flutti hvert félag stemmur og kvæði með sínum brag. Voru meðlimir Gefjunar frá Akureyri áberandi, en þar mátti bæði finna yngsta meðlim Landssamtakanna, Níels Ómarsson, svo og Þór Sigurðsson, en kröftugur flutningur hans á vísu Bólu-Hjálmars, „Ofan gefur snjó á snjó“ gaf viðstöddum gæsahúð og það sjálfsagt ekki í fyrsta skipti sem þessi ágæti kvæðamaður hefur mikil áhrif. Ofan gefur snjó á snjó snjóum vefur flóa tó. Tófa grefur móa mjó mjóan hefur skó á kló. Aðspurður segist yngsti meðlimurinn, Níels, þó ekki vera alinn upp í kvæðamannaumhverfi heldur hafi hann einskæran áhuga á öllu því sem tengist fyrri áratugum. Níels er t.a.m. félagi í þjóðháttafélaginu Handraðanum á Akureyri og leist öðrum meðlimi þar þannig á að hann ætti hvergi betur heima en í kvæðamannafélagi. Níels, sem hefur fengið lof fyrir frammistöðu sína sem kvæðamaður, á því framtíðina fyrir sér í þeim efnum. Kveðja Skáldið og kvæðamaðurinn Sigurður Sigurðarsson, fyrrverandi dýralæknir, bar kveðju frá Steindóri Andersen en vegna veikinda gat Steindór ekki sótt landsmótið. Steindór Andersen hefur um árabil verið einn þekktasti kvæða- maður okkar þjóðar, ötull í því starfi er kemur að íslenskri rímnahefð og fengið mikið lof fyrir flutning. Minnisstætt er samstarf Steindórs og hljómsveitarinnar Sigur Rósar í kringum aldamótin sem meðal annars gaf af sér plötuna Rímur. Til viðbótar hafa a.m.k. komið út þrjár plötur til viðbótar, m.a. þar sem Steindór kveður Úlfhamsrímur, en meðal samstarfsmanna hans er Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði. Killi mara kussu mu Fyrsta erindi laugardagsins var í höndum Agnars nokkurs Levy, af mörgum þekktur sem skemmtilegur og margfróður grúskari er kemur að kveðskaparlistinni. Hann hóf fyrirlestur sinn með þeim orðum að honum litist ekkert á að hafa verið úthlutað það verkefni að fjalla um helstu skáld Vatnsness á hálftíma, enda þyrfti helst að fjalla til jafns um þau sem ekki væru jafn áhugaverð – svo hin fengju að njóta sín. Agnar naut sín annars vel í pontu og minntist á heilmörg ágætis skáld, þar á meðal Sigurð Bjarnason, eitt afkastamesta skáldið sem m.a. hafði gert 966 vísur með 10-11 bragarháttum. Sæunn Jónsdóttir var nefnd, frá árinu 1790, en hún var var þó skilningslaus á tungumálið eins og við flest þekkjum það. Þróaði hún sitt eigið og samdi vísur hin djarfasta, sem falla undir allar réttar kveðskaparreglur. Sem dæmi má nefna fyrstu línu einnar vísu hennar; „Killi mara kussu mu…“ Eftir hádegisverðinn tók ungliðinn Linus Orri Gunnarsson Cederborg við keflinu en hann hefur verið stjórnandi Kvæðakórs Reykjavíkur um nokkurt skeið. Leiðbeindi hann gestum við þjóðlagasöng í einföldum útsetningum og gladdi viðstadda með hressilegri framkomu og stjórnun enda sungið af hjartans lyst. Að því loknu var haldið í heimsókn LÍF&STARF Hvammstangi: Landsmót kvæðamanna Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is Meðlimir kvæðamannafélagsins Gefjunar frá Akureyri voru hressir. Gleði og áhugi ríkti jafnan meðal gesta. Þeir voru reffilegir félagarnir, Agnar Levy og Sigurður Sigurðarson. Þessar stúlkur voru hluti kvæðamannafélagsins Ríma frá Fjallabyggð. Meðlimir kvæðamannafélagsins Vatnsnesings nutu mikillar hylli. *Afborganir miðast við Lykillán fyrir 75% af kaupverði til 60 mánaða frá Lykli fjármögnun. Vextir miðast við 11,25% breytilega vexti og eru tengdir við eins mánaða reibor vexti. Lánaskilmála má finna á www.lykill.is. Árleg hlutfalltala kostnaðar – ÁHK er 13,46% - Verð innifelur virðisaukaskatt. Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | S: 540 4900 | www.yamaha.is 10 ÁBYRGÐ Á DRIFREIM ULTRAMATIC ÁBYRGÐ LÁNSHLUTFALL ALLT AÐ 75% Í ALLT AÐ 60 MÁNUÐI Verð: 2.690.000 kr. 700cc fjórgengis-4WD-H/L drif- driflæsing-spil-raf- magnsstýri- dráttarkú- la-götuskráð-hvít númer 307kg eigin þyngd. GRIZZLY 45.672 kr.* afborgun á mánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.