Bændablaðið - 27.04.2023, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 27.04.2023, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 Nú er búið að keyra erfðamat í nokkur skipti og kynbóta-/erfða- mat er nú uppfært því sem næst mánaðarlega í Huppu. Þetta þýðir að einkunnir einstakra gripa taka örar breytingum en þegar matið var keyrt 3-4 sinnum á ári. Það fylgir því ávallt nokkur spenna þegar gripir fá sitt fyrsta mat. Nautin sem hafa verið í notkun á undan­ förnum vikum skarta erfðamati og nokkur þeirra einnig afkvæma­ dómi. Það liggur í hlutarins eðli að öruggasta matið er á þeim nautum sem hafa bæði arfgreiningu og afkvæmadóm og það á við um nautin fædd 2017. Þau nautanna sem yngri eru hafa erfðamat þar sem öryggið er nánast það sama og á nauti sem nýlokið hefur afkvæmaprófun. Stóra breytingin sem varð í haust þegar innleiðing erfðamengisúrvals hófst er sú að nú keyrum við ekki kynbótaskipulagið lengur með reyndum og óreyndum nautum. Þau naut sem eru í notkun núna er öll „reynd“ að því leyti að mat þeirra byggir á ætterni og arfgreiningum. Það þýðir að mat þeirra er nægilega öruggt til þess að setja þau í notkun án þess að fram hafi farið afkvæmaprófun. Á sama tíma var skipt yfir í að val og kaup nautkálfa á Nautastöðina á Hesti byggir alfarið á arfgreiningum. Með þeim hætti á að vera tryggt að sá hópur sem þangað kemur til kynbóta í íslenska kúastofninum er eins góður og kostur er, þetta er og verður rjóminn af nautum landsins. Úr því minnst er á rjóma, þá erum við nú í þeirri stöðu að úr þeim nautum sem fædd voru 2018­ 2022 fleytum við rjómann. Þá á ég við að við tökum eingöngu til nota allra bestu nautin úr þessum árgöngum enda sést það glöggt á þeim nautum sem til boða standa að þarna fara engir meðaljónar. Allt eru þetta naut sem hafa til að skarta einkunnum sem hingað til hafa þótt nautsfeðrum sæmandi. Nú er nautunum ekki lengur skipt í nautsfeður og kýrfeður. Öll naut sem í notkun eru geta orðið nautsfeður. Þetta er rétt að hafa í huga og tilkynna um nautkálfa undan góðum og hátt metnum kúm og ekki síður efnilegum kvígum sem vonir eru bundnar við. Hver veit nema að kálfurinn sem fæddist í nótt eða morgun hafi til að bera flesta þá kosti sem við sækjumst eftir, það gæti verið nýr Kaðall, Birtingur, Sjarmi, Jörfi, Kvóti, Marmari, Banani eða Óðinn sem stendur hjá móður sinni í burðarstíunni. Þá er um að gera að hafa samband við okkur hjá RML, kanna hvort ekki sé áhugi fyrir kálfinum og saman tökum við ákvörðun um hvort taka eigi sýni úr gripnum. Þarna gildir ekki hógværðin, ekki hugsa sem svo að það verði aldrei tekið naut á stöð frá búinu. Það er enginn erfðafræðilegur munur milli búa þannig að í hverju einasta fjósi landsins geta leynst gullmolar og því fleiri gripi sem við höfum úr að velja, því betra. Vinnulagið er þá þannig að kálfurinn fær DNA­ merki í eyrað, merkið er sett í til þess gerðan plastpoka merktan forgangssýni og sent. Sýnið fer þá í forgang í greiningu og að lokinni greiningu er keyrt erfðamat sem gefur til kynna hvaða eiginleikum kálfurinn býr yfir. Þá er tekin ákvörðun um hvort hann verður keyptur til kynbóta að Hesti eður ei. Plastpokarnir sem ég minntist á eru sérmerktir og ráðunautar RML eru þessa dagana að dreifa þeim samhliða kúaskoðunum. Þá er einnig hægt að fá á starfsstöðvum RML á Hvanneyri, Sauðárkróki, Akureyri, Egils­ stöðum og Selfossi. Nóg um það að sinni, nú er rétt að líta aðeins á nautin sem eru í notkun. Í kútum frjótækna eru nú 17 naut, hvert öðru betra. Faðerni þeirra er dreift þannig að menn hafi sem breiðastan grunn til þess að velja úr og geti forðast pörun mjög skyldra gripa eins og kostur er. Hér á eftir fer stutt umfjöllun um þá í aldursröð. Búkki 17031 frá Lundi í Lundar­ reykjadal er Dropasonur 10077 og móðurfaðir er Bolti 09021. Eins og ætternið bendir til gefur Búkki stórar og háfættar kýr en hans meginstyrkur liggur í úrvalsgóðri júgurgerð. Helsti gallinn eru fremur stuttir og grannir spenar. Heildareinkunn 108. Ós 17034 frá Espihóli í Eyjafirði er undan Úlla 10089 og móðurfaðir er Kambur 06022. Kostir Óss eru miklir, mjólkurlagni dætra, úrvalsgóð júgurgerð og góðar mjaltir en gallinn er lág efnahlutföll í mjólk. Heildareinkunn 109. Títan 17036 frá Káranesi í Kjós er sonur Úranusar 10081 og móðurfaðir er Dynjandi 06024. Títan er öflugt naut sem skartar góðri júgurgerð dætra ásamt frábærum mjöltum og úrvalsgóðu skapi. Galla er fáa eða mjög litla að finna í dætrahópnum. Heildareinkunn 108. Kollur 18039 frá Stóru­Mörk undir Eyjafjöllum er Skallasonur 11023 og móðurfaðir er Flóki 13020. Þarna er á ferðinni naut sem á að gefa miklar mjólkurkýr með góða júgur­ og spenagerð og frábært skap. Gallar ættu að verða litlir sem engir og þá helst að efnahlutföll í mjólk muni liggja um meðallag. Heildareinkunn 110. Tindur 19025 frá Hvanneyri í Andakíl er sonur Sjarma 12090 og móðurfaðir er Klettur 08030. Dætur Tinds verða að öllum líkindum fádæma mjólkurlagnar kýr með góða júgurgerð, úrvalsgóðar mjaltir og gott skap. Helstu gallar á þeim gætu orðið efnahlutföll í mjólk undir meðallagi og að þær verði í lágfættari kantinum. Heildareinkunn 112. Skáldi 19036 frá Skáldsstöðum í Eyjafirði er undan Bárði 13027 og móðurfaðir er Klettur 08030. Þarna er fer enn eitt úrvalsnautið sem skartar væntingum um mjólkurlagnar kýr með góða júgurgerð, mjög góðar mjaltir og sélega gott skap. Eini gallinn á þeim verður líklega lágt próteinhlutfall í mjólk. Heildareinkunn 109. Kvóti 19042 frá Ytri­Tjörnum í Eyja­ firði, sonur Sjarma 12090 og dóttur­ sonur Úlla 10089, kom til notkunar í haust með miklum glæsibrag. Hann skartar geysigóðu afurðamati, hefur til að bera mikla júgurhreysti og mjög góðar mjaltir og skap. Helstu gallar eru að júgurgerð virðist um meðallag og rétt er að hafa í huga að spenar eru nettir. Fyrir áhugamenn um liti er Kvóti án efa spennandi en hann var dökkkolóttur með gráar yrjur og erfir því líklega frá sér gráan lit. Heildareinkunn 115. RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS Af nautum og erfðamati Kvóti 19042 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði, sonur Sjarma 12090 og dóttursonur Úlla 10089. Óðinn 21002 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi er undan Kláusi 14031 og móðurfaðir er Úlli 10089. Kaldi 21020 frá Hraunhálsi í Helgafellssveit er undan Risa 15014 og móðurfaðir er Foss 09042. Guðmundur Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.