Bændablaðið - 27.04.2023, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 27.04.2023, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Miðvikudagur 27. apríl 2023 LÍF&STARF Kristín Pétursdóttir frá Flateyri hefur sett á markað kökumix undir heitinu Litlabýli. Er það með hinni sígildu íslensku hjónabandssælu og heimagerðri rabarbarasultu. Hugmyndin kom þegar erlendir ferðamenn vildu kaupa kökur og flytja með sér heim, en óhentugt er að taka þær í ferðalag. Kristín og Ívar Kristjánsson, eiginmaður hennar, reka gistiheimili í Litlabýli á Flateyri og á Sæbóli á Ingjaldssandi. Þegar hún byrjaði með gistiþjónustu langaði hana að bjóða upp á heimagerð matvæli á morgunverðarborðinu og varð hjónabandssælan fyrir valinu, enda fljótleg og góð. „Kakan vakti mikla lukku og vildu gestir kaupa hana til að taka með sér. Eins og allir vita verður hún ekki mjög góð eftir margar vikur á ferðalagi og þá byrjaði hugmyndavinnan hvernig væri hægt að koma henni í söluvænar umbúðir sem gestir gætu tekið með sér,“ segir Kristín. Eins og með margt gott kom lausnin af kökumixinu í góðra vina hópi yfir kaffibolla. Sultan frá Sæbóli Öll framleiðslan á sér stað í Önundarfirði. Kristín og Ívar hafa komið sér upp löggiltu eldhúsi á Flateyri í húsnæði sem áður þjónaði hlutverki bílskúrs. Hráefnið í sultuna kemur úr rabarbaragarði ömmu Kristínar á Sæbóli á Ingjaldssandi. Garðurinn er staðsettur við gamalt reykhús og var öskunni þaðan gjarnan stráð yfir moldina, sem Kristín segir að gefi hið sérstaka bragð sultunnar. Uppskriftin að sultunni kemur frá móður Kristínar, Elísabetu Pétursdóttur (Bettý), sem er bóndi á Sæbóli. Sjálf kökuuppskriftin er byggð á uppskrift frá stjúpmóður Kristínar, sem ólst upp á Bæjum á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi. Þegar Kristín vann að þróun blöndunnar lét hún vini sína prófa, sem annars vegar eru reyndir bakarar, og hins vegar þá sem kunna ekkert að baka. Út frá því gat hún þróað uppskrift og bökunarleiðbeiningar sem ganga sem víðast. Árið 2020 var Vestfjarðastofa með námskeið fyrir vestfirska smá- framleiðendur. Kristín tók þátt í því sem varð til þess að kökumixið fór í vestfirska jólakörfu, sem seld var til fyrirtækja og einstaklinga á svæðinu. Hún segir boltann hafa byrjað að rúlla upp frá því, en hún gekk í kjölfarið í samtök smáframleiðenda. Þann félagsskap segir hún afar gagnlegan, því annars vegar bjóða þau upp á námskeið og ráðgjöf, og hins vegar leita endursöluaðilar sem vilja íslenska framleiðslu til þeirra. Kristín hvetur alla litla aðila í matvælaframleiðslu til að ganga í áðurnefnd samtök, eða Beint frá býli, því aðgengi að þeirra þekkingu sparar mikinn tíma. Aðspurð um viðtökurnar segir Kristín að þær hafi farið fram úr björtustu vonum, þar sem upphaflega hafi þetta verið hugsað sem minjagripur fyrir gesti Litlabýlis. Reynslan hefur sýnt sig að bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar kaupi hjónabandssæluna. Nú er kökumixið komið í verslanir víðs vegar um landið, eins og Melabúðina, Hagkaup og Taste of Iceland. /ÁL Kristín Pétursdóttir selur kökumix með hjónabandssælu um allt land, sem upphaflega átti að vera minjagripur fyrir þá sem gistu á Litlabýli. Flateyri: Hjónabandssælan alltaf góð Rabarbarinn í sulturnar kemur frá Sæbóli á Ingjaldssandi. Öll fjölskyldan kemur að tínslunni. Myndir / Aðsendar Aukinn áhugi á sjálfbærni og garðrækt, ekki síst matjurtarækt, hefur leitt til aukins áhuga á nýtingu þess sem fellur til í eldhúsinu og garðinum til heima- jarðgerðar. Vorið er góður tími fyrir þá sem vilja taka fyrstu skrefin og koma sér upp safnhaugi í garðinum. Ýmsar leiðir eru færar þegar kemur að jarðgerð og ekki víst að sama aðferðin henti alls staðar. Algengast er að garðeigendur komi sér upp einum eða fleiri kössum fyrir lífrænan úrgang og hann sé látinn jarðgerast í þeim. Hægt er að velja á milli þess að kassinn sé einfaldur, eða lokaður og einangraður. Jarðgerð í einföldum kassa kallast köld jarðgerð en heit í lokuðum og einangruðum kassa og gengur sú mun hraðar fyrir sig. Miklu máli skiptir að koma safnhaugakassanum eða tunnunni fyrir á hlýjum og skjólgóðum stað þar sem auðvelt er að komast að honum. Kassinn þarf að standa á möl eða moldarjarðvegi og gott er að setja greinar í botninn þannig að jarðvegsdýr eigi auðveldan aðgang upp í hann. Hvað má og má ekki fara í kassann? Til jarðgerðar má nota flest sem fellur til úr garðinum, fyrir utan rótarillgresi, eins og til dæmis húsapunt, skriðsóley eða túnfífil, hvað þá, illgresi eins og krossfífil eða dúnurt sem hæglega geta þroskað fræ í safnhaugnum. Nýslegið gras má ekki vera meira en 20% en lauf, smáar greinar, barr, visnuð blóm og þurrt hey má allt fara í jarðgerðina. Úr eldhúsinu má setja salat og kál, rótargrænmeti, hýði af ávöxtum og kartöflum, eggjaskurn, brauð, te- og kaffikorg og eldhúspappír en varast skyldi að setja fisk- og kjötafganga í opinn safnhaug þar sem slíkt getur laðað að sér óæskileg nagdýr. Saxa í smátt og blanda öllu saman Best er að hafa úrganginn sem fer í kassann eða tunnuna sem smágerðastan og hræra öllu vel saman. Í botninn er upplagt að setja um fimmtán sentímetra lag af misgrófum greinum og mikið af þurru efni eins og þurru heyi í neðsta lagið. Ef ekki er hægt að hræra í kassanum þarf að fylla á hann í þunnum lögum og gott er að setja mold eða þurran garðaúrgang á milli laga. Auka má öndun í massanum með því að stinga í hann með stungugaffli af og til. Til að flýta fyrir jarðgerðinni er gott að sáldra gamalli, fíngerðri moltu eða þurru hænsnadriti á milli laga. Þumalfingursreglan segir að ef sett sé í kassann ein fata af grænmeti skuli setja með 1/3 af þurru efni, til dæmis heyi. Komi sterk rotnunarlykt úr kassanum er efnið í honum líklega of blautt. Yfirleitt er nóg að blanda þurru heyi eða sagi í innihald hans til að laga þetta. Vatn, súrefni og hiti Til þess að jarðgerð eigi sér stað er þrennt sem þarf að koma til. Vatn, súrefni og hiti. Örverurnar sem umbreyta efninu í kassanum í jarðveg þurfa vatn svo að lífsstarfsemi þeirra sé eðlileg. Of mikið vatn hægir á starfseminni þar sem það dregur úr súrefni, sem er einnig nauðsynlegt svo að gott niðurbrot eigi sér stað. Við jarðgerð myndast hiti sem örvar niðurbrotið enn frekar. Hæfilegt rakastig í kassanum er þegar efnið er eins og blautur svampur viðkomu eða með 50 til 60% raka. Fari rakastigið niður fyrir 30% stöðvast starfsemi örveranna og jarðgerðin stöðvast. Ef vel tekst til við jarðgerðina safnast í kassann ógrynni af jarðvegslífverum, ánamaðkar, járnsmiðir, þúsundfætlur og grá- pöddur – sem aðstoða við og flýta fyrir niðurbrotinu. Besta mold í heimi Vel heppnuð safnhaugamold er besta mold sem hægt er að hugsa sér. Hún er iðandi af lífi, full af næringarefnum og lífrænum efnum á mismunandi þroskastigi. Nota má safnhaugamold til að auka frjósemi garðsins með því að dreifa henni yfir beð eða grasflötina í þunnu lagi. Hún er einnig tilvalin með þegar settar eru niður hvers konar plöntur. Í öllum tilvikum verður að blanda moltu eða safnhaugamold saman við moldina sem fyrir er. /VH Garðyrkja: Góður tími til að hefja jarðgerð Vel heppnuð safnhaugamold er besta mold sem hægt er að hugsa sér. Mynd / Markus Spiske Bændablaðið kemur næst út 11. maíHURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.