Bændablaðið - 27.04.2023, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 27.04.2023, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 FRÉTTIR Reykjabúið ehf auglýsir eftir röskum aðila til að taka að sér þrif á fuglahúsum í Ölfusi. Fuglahús eru mokuð og sápu þrifin eftir hverja eldislotu. Áríðandi að viðkomandi temji sér verklag og umgengnisreglur sem gilda í svona starfsemi. Nánari upplýsingar veitir Jón Magnús, s. 566 8250 - reykjabuid@kalkunn.is Atvinna í boði Reykjabúið ehf / Ölfus Reykjabúið ehf, 271 Mosfellsbæ Ungneyti hröktust eftir þreifandi byl – Girðingar tjónuðust og gripir féllu niður í á Útigangsgripur að vetri. Mynd / Jón Eiríksson Nautgripirnir sem fundust dauðir í fjörum á Suðurlandinu í kringum páska voru geldneyti sem hröktust eftir óveður í byrjun mars. Sautján ungneyti stungu af og þar af voru sex sem drápust við að falla í á. Fjögur hræ hafa fundist undanfarnar vikur. Eigandi gripanna, sem ekki vill vera nafngreindur, segir að aðstæður hafi verið einstaklega erfiðar þarna og girðingar tjónuðust í veðrinu. Skafrenningur olli skaflamyndun og fylltust skurðir og lægðir í landslaginu af snjó. Hann segist ekki hafa upplifað álíka veður, en skyggni var nokkrir metrar þegar verst lét. Hann segir sína útigangsgripi hafa aðgang að rúmgóðu skjóli sem uppfyllir aðbúnaðarreglugerðir – þ.e. lokað á þrjár hliðar og með þaki. „Ef ég hefði reynt að líta til með þeim í þessu veðri hefði ég farið út í þreifandi byl og þá hefði ég allt eins getað orðið úti. Þar sem ég vissi að þær voru með nóg hey við skjólið átti ég von á því að þær myndu hanga þar,“ segir bóndinn. Hann telur ungneytin hafa farið á flakk um það leyti sem veðrinu var að slota – skömmu áður en hann kom til að líta til með þeim. Allir vegir og slóðar voru ófærir, sem gerðu það að verkum að hann náði ekki til þeirra fyrr. Sá hóp handan árinnar Þegar bóndinn fór að gefa ungneytunum sá hann að marga einstaklinga vantaði í hópinn. „Þá fór ég að leita um allt. Óttaðist jafnvel að það hefði snjóað yfir þær, þannig að ég gekk með bökkum og stikaði niður eins og við snjóflóðaleit. Svo fann ég för og sá hvert þær fóru,“ segir hann, en fljótlega eftir það sá hann nautgripi handan árinnar. Þeim var gefið gróffóður við fyrsta tækifæri og smalað heim daginn eftir. „Það var brugðist eins hratt við og hægt var.“ Féllu í gegnum fönn Bóndinn segir kýrnar hafa gengið á þriggja til fjögurra metra djúpum snjóskafl sem huldi djúpan ál í ánni rétt við bæinn. Ellefu nautgripir komust óhultir yfir, en fönnin gaf sig með þeim afleiðingum að sex lentu í ánni og hlutu af því bana. Þegar hann sá að vantaði í hópinn hóf hann leit um haga og fjörur og tilkynnti Matvælastofnun um atvikið, eftir að hafa leitað af sér allan grun. Málið hefur einnig komið á borð lögreglu og segir bóndinn því vera lokið af hálfu áðurnefndra stofnana. Málið hefur tekið á bóndann, enda hefur umræðan í fjölmiðlum hljómað þannig að um búskussahátt sé að ræða. „Það er ekki glæsilegt hjá manni dýrauppeldið ef maður er dauður úti í skafli,“ segir hann, sem telur aðstæður hafa verið óviðráðanlegar. Hann kemur ekki undir nafni þar sem hann vill ekki verða fyrir aðkasti frá fólki sem þekkir ekki atvik málsins. Aðspurður um fjárhagslegt tjón telur hann tapið liggja á bilinu ein til tvær milljónir króna. Voru merktar fyrir atvikið Þegar fréttir bárust um ómerkt kýrhræ í fjöru undir Eyjafjöllum taldi bóndinn það ekki tengjast sér, því allir hans gripir hafi verið með eyrnamerkingar. Þegar merktur nár fannst skömmu síðar fór hann að grennslast fyrir hvort viðkomandi hefði verið frá sér. Hann hefur oft lent í að merki brotni eða detti úr gripum við lítið hnjask, sem hefur gerst í tilfelli ómerktu gripanna sem fundust fyrst. Bóndinn segir aðstæður hafi almennt verið góðar fyrir útigangsgripi í vetur, því þrátt fyrir mikinn kulda hafi verið þurrt. /ÁL Grænbók um sjálfbært Ísland Drög að grænbók um sjálfbært Ísland hafa verið sett í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Um er að ræða fyrsta skrefið í mótun stefnu fyrir Ísland um sjálfbæra þróun og á sér rætur í víðtæku samráði sem farið hefur fram á vettvangi Sjálfbærniráðs á undanförnum vikum og mánuðum. Drögunum að grænbók er skipt upp í kafla eftir málefnasviðum og undir kaflanum um stöðulýsingu og stöðumat, þar sem fjallað er um tiltekin viðfangsefni sem stjórnvöld og aðrir lykilaðilar vinna að varðandi meginstoðir sjálfbærrar þróunar, má finna innlegg Bændasamtaka Ísland (BÍ) og Samtaka fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) til stöðu mála. Sjálfbærni lykilþáttur BÍ segja sjálfbæra nýtingu lands og annarra auðlinda vera lykilþátt í umhverfisstefnu landbúnaðar. „Í landnýtingarmálum eiga bændur að leiða umræðuna og stefna að því að öll landnýting til landbúnaðar sé sjálfbær til lengri tíma. Til þess að ná slíkum markmiðum getur þurft að ráðast í umfangsmikil landbótaverkefni á einhverjum svæðum og jafnvel friða önnur. [...] Ótal dæmi er hægt að nefna þar sem bændur geta verið leiðandi í umhverfismálum. Lífrænan úrgang er hægt að nýta sem áburð, hliðarafurðir er hægt að nýta sem fóður og miklir möguleikar eru í vistvænni orkuframleiðslu á bændabýlum. Með umhverfisstefnu sem sett hefur verið fram til ársins 2030 vilja BÍ skerpa á áherslum íslensks landbúnaðar í umhverfismálum og hvetja bændur og landbúnaðinn í heild til að huga að vistbætandi verkefnum. Umhverfisstefnan á að vera leiðarljós, hvatning og verkfæri til jákvæðrar ímyndarsköpunar og grunnur sem framtíðarsamstarf bænda og stjórnvalda í umhverfismálum byggir á,“ segir í innleggi BÍ. Framleiðslan færist nær efnahagslegri sjálfbærni SAFL telja að mikilvægt sé að tryggja að grunnframleiðsla í landbúnaði búi við góð rekstrarskilyrði svo að framþróun og nýsköpun megi njóta sín og hægt verði að ráðast í fjárfestingar og verkefni með það að markmiði að auka verðmætasköpun með sjálfbærni og lágmarkskolefnislosun íslenskrar matvælaframleiðslu að leiðarljósi. Með því að auka hagræðingu í slátrun og vinnslu kjötafurða yrði framleiðsla arðbærari og starfsemin myndi færast nær efnahagslegri sjálfbærni. Þannig yrði bæði efnahagsleg og félagsleg sjálfbærni byggðarlaga, þar sem kjötframleiðsla er stunduð, mun traustari en ella. SAFL telja að raforkukostnaður spili mikilvægt hlutverk í uppbyggingu sjálfbærrar matvælaframleiðslu. Mikilvægt sé að tryggja frekari jöfnun kostnaðar til að styðja við það markmið stjórnvalda að byggja upp græna matvælaframleiðslu um land allt. Þá þurfi að bjóða upp á skilvirkari lausnir á sviði úrgangsmála og efla þannig möguleika úrgangs til að fara inn í hringrásarhagkerfi. Katrín Jakobsdóttir hefur boðið almenningi um allt land til opinna samráðsfunda um sjálfbært Ísland og verða þeir tveir síðustu haldnir 27. apríl, á Ísafirði og 4. maí með fjarfundarfyrirkomulagi. Nánari upplýsingar um fundina má finna á vef Stjórnarráðs Íslands. /smh Evrópskir bændur uggandi Mikil aukning á innflutningi á kjúklingakjöti og eggjum frá Úkraínu til landa Evrópusambandsins veldur evrópskum bændum áhyggjum. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2023 var 94% meira alifuglakjöt sent frá Úkraínu til Evrópu en árinu áður. Umfangið nam rúmum 32.000 tonnum. Í frétt miðilsins Poultry World er þó sagt að eggjaútflutningur Úkraínu til Evrópusambandsins skyggi á kjötið. Aukningin þar er vel yfir 1000% á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Þessi mikla aukning hefur vakið umræður meðal evrópskra alifuglasamtaka sem segja að óhóflegur útflutningur á úkraínsku alifuglakjöti og eggjum geti ógnað staðbundinni framleiðslu. „Vandamálið er að úkraínskir framleiðendur þurfa ekki að fara að gæða- og dýravelferðarstöðlum sem gilda í Evrópusambandinu. Fyrir vikið geta þeir framleitt mun ódýrar en við,“ er haft eftir Pawel Podstawka, formanni framkvæmdanefndar The Poultry Meat Promotion Fund. Undir þetta tekur Dariusz Goszczynski, forseti alifuglaframleiðenda í Póllandi, í fregn Poultry World og bendir á að næstum allur innflutningur á alifuglakjöti komi frá einu úkraínsku fyrirtæki, MHP. „Frá júní 2022 hafa 700 vörubílar hlaðnir kjöti farið inn í Evrópusambandið í hverjum mánuði. Sumir þeirra fóru til Hollands, þar sem þetta fyrirtæki er með verksmiðjur sínar og eftir endurpakkningu var kjötinu dreift um ESB á verði sem var óframkvæmanlegt fyrir okkur,“ er haft eftir honum. Goszczynski tekur verðdæmi og segir að úkraínskar kjúklingabringur séu á markaði fyrir 13-14 pólsk zloty (pln) fyrir kíló, sem jafngildir 400-450 krónum, þegar pólskir framleiðendur ná ekki upp í kostnað ef verðið er undir 19 pln, eða um 600 kr. Samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Svavarssyni, formanni búgreinadeildar alifuglabænda, telst lágmarksverð fyrir heilan ferskan fugl um 800 kr/kg til að framleiðsla standa undir kostnaði hér á landi. Hreinar ferskar bringur í hefðbundnum búðapakkningum þurfa að kosta að lágmarki 2.000 kr/kg í heildsölu til að framleiðslan borgi sig. Flutt voru inn rúm 120 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Meðalkílóaverð á því var 543 krónur samkvæmt tölum Hagstofunnar. /ghp Nýir skrifstofukjarnar Fyrirtækið Regus opnaði á dögunum nýjan skrifstofukjarna á Siglufirði og Stykkishólmi. Þar eru nú tugir starfsstöðva sem fólk og fyrirtæki geta leigt, bæði í opnum og lokuðum rýmum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra opnaði kjarnann á Siglufirði. Hún sagði af því tilefni að ánægjulegt væri að einkaframtakið mæti með skrifstofurými meðal annars fyrir störf sem eru óháð staðsetningu. Rýmin byggju til einstök tækifæri fyrir Fjallabyggð og auki samkeppnishæfni sveitarfélagsins. Í tilkynningu segir Erna Karla Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Regus á Íslandi, að æ fleiri sjái kostinn í því að vera ekki með fasta skrifstofu heldur sinna vinnunni hvar sem þeir eru hverju sinni. Fyrirtækið rekur skrifstofukjarna á þrettán stöðum á landinu núna en stefnir á að fjölga þeim í 27 fyrir árslok 2027. /ghp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.