Bændablaðið - 27.04.2023, Blaðsíða 67

Bændablaðið - 27.04.2023, Blaðsíða 67
67Bændablaðið | Fimmtudagur 27. apríl 2023 Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Dýraúrgangur er eðlilegur fylgi- fiskur í matvælaframleiðslu úr dýraafurðum auk þess sem alltaf fellur til dýraúrgangur af öðrum ástæðum. Dýrahræ eru skilgreind sem landbúnaðarúrgangur sam- kvæmt reglugerð um urðun úrgangs. Samkvæmt 7. gr. reglu- gerðarinnar er einungis heimilt að urða dýrahræ, smitandi slátur- úrgang og annan smitandi land- búnaðarúrgang að fengnu leyfi U m h v e r f i s - stofnunar að höfðu viðráði við héraðsdýralækni. Svona er staðan, hvað er þá vandamálið? Úrræði vantar Vandamálið er að núverandi lög og reglur ganga ekki upp þar sem nauðsynlega innviði skortir. Það er einungis einn brennsluofn til að brenna hræ hér á landi og annar hann ekki þörf. Úrgangsmál eru á ábyrgð sveitarfélaganna og falla undir lögbundið hlutverk þeirra, þ.e. söfnun og meðferð úrgangs og skólps. En segja má að dýrahræ sé úrgangsflokkur sem snýr minna að loftslagsmálum og auðlindanýtingu heldur fremur að sóttvarnar- og hollustuháttasjónarmiðum. Staðan hefur verið sú um tíma að nokkur sveitarfélög hér á landi hafa boðið upp á þá þjónustu að safna saman dýrahræjum af sjálfdauðum dýrum, dýrum sem lógað er vegna sjúkdóma auk sláturúrgangs og komið til förgunar. Söfnun hræja og förgun er bæði mjög dýr og erfið í framkvæmd, m.a. vegna varnarlína og er þessi leið varla í boði lengur þar sem sveitarfélögin koma ekki lengur úrganginum frá sér. Sameiginleg ábyrgð EFTA dómstóllinn hefur komst að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar hvað varðar meðferð dýraleifa, einkum með því að hafa hvorki komið á viðeigandi kerfi til að meðhöndla dýraleifar með þeim hætti sem mælt er fyrir um í lögum, né eftirlitskerfi til að tryggja að þessum lagafyrirmælum sé fylgt. Dómstóllinn sagði einnig að íslensk stjórnvöld hafi látið það hjá líða að koma í veg fyrir að dýrahræ, sláturúrgangur af áhættuflokki 3 og úrgangur frá heimaslátrun væru urðuð á viðurkenndum urðunar- stöðum og að koma í veg fyrir að dýrahræ og úrgangur frá heimaslátrun séu grafin á staðnum án þess að uppfyllt séu skilyrði reglugerða. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi gaf út nýverið minnisblað sem fjallar um ráðstöfun dýraleifa, þ.m.t. um ábyrgð sveitarstjórna og mögulegar úrvinnsluleiðir og er ætlað að varpa ljósi á skyldur sveitarfélaga hvað varðar ráðstöfun dýraleifa, svo og helstu ráðstöfunarleiðir sem nú eru tiltækar eða til greina kæmi að byggja upp. Finna má þetta minnisblað inni á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sameiginlegt vandamál, sameiginleg lausn Þótt ábyrgð á úrgangsmálum sé hjá sveitarfélögum þá er mikilvægt að ríkið komi að og vinni með sveitarfélögunum við að byggja upp innviði líkt og brennslustöð fyrir dýraúrgang. Það þarf sérhæfða brennslustöð í eyðingu dýraúrgangs þar sem dýrahræ eru illbrennanleg vegna rakainnihalds og nýtast því illa í hefðbundnar brennslustöðvar sem nýta má í orkuframleiðslu. Auk þess þarf ríkið að aðstoða sveitarfélögin við að leita lausna á þeim vanda sem upp er komin og í þeim verkefnum er af mörgu að taka svo sem eins og flutningur á úrgangi á milli varnarlína. Við vorum óþægilega minnt á það í dymbilvikunni þegar riða greindist á bæ í Miðfirði, að hraða þarf vinnu við lausn á málinu. Þar var sauðfjársvæði sem var alveg hreint og minnir okkur á að fara varlega með smitaðan úrgang á milli svæða. Það er mikilvægt að unnið verði á breiðum grunni hjá viðkomandi ráðuneytum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga til þess að koma með sameiginlega lausn á þeim vanda sem blasir við í úrgangsmálum dýrahræja. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar. Úrgangur dýrahræja Halla Signý Kristjánsdóttir. Söfnunargámur fyrir dýrahræ. Mynd / ÁL 13. – 20. ágúst 2023 Fararstjórn: Sigrún Sól Ólafsdóttir Verð 255.900 kr. á mann í tvíbýli Bókaðu núna á bændaferðir.is Í ferðinni upplifum við hinar sögulegu perlur, Dresden og Leipzig, sem eftir fall múrsins hafa aftur náð fyrri dýrð. Við heimsækjum þjóðgarðinn Sächsische Schweiz, líðum á gondólum eftir síkjum hins græna skógarsvæðis Spreewald og endum ferðina í heimsborginni Berlín. Leyndar perlur Austur-Þýskalands Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2 108 Reykjavík Sjávarjarðir Aðalfundur Landssamtaka eigenda sjávarjarða verður haldinn á Hótel Hilton, Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, föstudaginn 5. maí 2023 og hefst hann kl. 14:00. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Auðun Helgason, lögmaður mun ræða um helstu hagsmunamál sjávarjarða. 3. Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi alþingismaður, flytur erindi um „Auðlindin okkar“ frá sjónarhóli samtakanna. Sjá heimasíðu samtakanna www.ses.is Allir velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Stjórnin Ársfundur – stjórnarkjör 2023 Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda verður haldinn föstudaginn 26. maí 2023 kl. 13 að Stórhöfða 23, 4. hæð, Reykjavík. Dagskrá: • Venjuleg ársfundarstörf. • Stjórnarkjör skv. samþykktum. • Önnur mál. Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu. Lífeyrissjóður bænda auglýsir eftir framboðum til setu í stjórn sjóðsins: • Eitt sæti konu eða karls í aðalstjórn til fjögurra ára. • Eitt sæti konu í varastjórn til fjögurra ára. Framboðsfrestur er til 28. apríl 2023. Upplýsingar um stjórnarkjörið og hvaða gögnum beri að skila vegna framboða til setu í stjórn sjóðsins má sjá á heimasíðu sjóðsins, www.lsb.is. Stjórn Lífeyrissjóðs bænda Lífeyrissjóður bænda | Stórhöfða 23 | 110 Reykjavík Sími 563 1300 | lsb@lsb.is | www.lsb.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.