Gripla - 2022, Blaðsíða 267
265
GOTTSKÁLK JENSSON
HEIMILDIR UM KLAUSTURKIRKJUNA
OG BÓKASAFNIÐ Á ÞINGEYRUM1
Þingeyraklaustur í húnaÞingi er elsta og lengst starfandi klaust-
ur á Íslandi. Það er talið vígt árið 1133 og þar lifðu og störfuðu munkar
undir Benediktsreglu vel á fimmtu öld eða fram til 1551 þegar Kristján 3.
lagði klaustrið niður meðal síðustu reglustaða á Íslandi.2 Stöðvun klaust-
urhalds á Þingeyrum var réttlætt með tilvísun í guðfræði fyrrverandi
ágústínusarmunks, Marteins Lúters, sem komst að þeirri niðurstöðu eftir
vist sína í þýsku klaustri að klausturlifnaður væri einskis virði fyrir sálu-
hjálp kristinna manna. Upp frá því taldist Þingeyraklaustur, sem svo fékk
að heita áfram þrátt fyrir brotthvarf munkanna, einkaeign dansk-norsku
krúnunnar sem yfirleitt leigði það umboðsmönnum. Kóngur eignaði sér
þannig jarðir og hlunnindi þessa kaþólska munklífis sem efnast hafði
gegnum aldirnar af gjöfum biskupa og annarra og launum fyrir ýmsa
þjónustu, þar á meðal kennslu ungmenna og handritagerð.3 Í fyrstu mat
krúnan lítils ritmenningu munkanna og umboðsmennirnir fóru illa með
bækur klaustursins þótt þeir hirtu eitthvað af þeim fyrir sjálfa sig. Þegar
1 Ég vil þakka Jóni Torfasyni, Steinunni Kristjánsdóttur, Guðrúnu Harðardóttur, Margaret
Cormack og Guðbjörgu Kristjánsdóttur aðstoð við ritun þessara greinar. Þrátt fyrir þá
hjálp sem ég hef þegið er það sjálfsagt mál að ég er einn ábyrgur fyrir misskilningi og villum
sem enn kunna að leynast í þessu skrifi. Rannsóknin er m.a. framlag mitt til verkefnisins
Þingeyraklaustur: Hjarta ritmenningar í fjórar aldir sem er hluti af opinberu átaksverkefni,
Ritmenning íslenskra miðalda – RÍM.
2 Fjölmargir hafa fjallað um stofnun Þingeyraklausturs þótt hér verði aðeins vísað til nýlegra
greina Gunnars Karlssonar, „Stofnár Þingeyraklausturs“, Saga 46 (2008:1), 159–67, Helga
Þorlákssonar, „Þorgils á Þingeyrum. Um upphaf Þingeyraklausturs“, Saga 46 (2008:1),
168–80, og Margaretar Cormack, „Monastic foundations and foundation legends“,
Íslensk klausturmenning á miðöldum, ritstj. Haraldur Bernharðsson, 59–82 (Reykjavík:
Miðaldastofa Háskóla Íslands og Hugvísindastofnun, 2016). Lokun íslensku klaustranna
var langt ferli sem hófst með árásinni á Viðeyjarklaustur árið 1539 og var ekki endanlega
yfirstaðið fyrr en með veitingu klausturumboða árið 1554. Steinunn Kristjánsdóttir, „Lokun
íslensku miðaldaklaustranna“, Ritröð Guðfræðistofnunar 53 (2021), 74–96.
3 Um menntun á Íslandi á miðöldum, sjá Ryder Patzuk-Russell, The Development of
Education in Medieval Iceland (Berlin: De Gruyter, 2021).
Gripla XXXIII (2022): 265–327