Gripla - 2022, Blaðsíða 303
301
syðri síðu. Sex bitar í útbrotum undir sperrum, átta höggsperrur, er sitt
langband hvers vegar, þar yfir reisiþil og súð að utan. Einlægt standþil
undir útbrotasyllum, víða laskað, aurslár að sunnanverðu, nýlega í látnar,
norðanfram fyrnri; í þriðja stafgólfi moskað. Að framanverðu þil efra og
neðra með einni slá og einum skammbita löppuðum. Hurð á trévöltum vel
umvenduð með skrá og lykli og lítilfjörlegum koparhring; þilið framan
víða lasið. Lausar fjalir í gólfi, fánýtar og laus slá. Virt 35 hndr. með
grenistoðum sem kirkjuna að utan styðja.
8. Kórinn að lengd 10 álnir 1 kvartel, hæðin 11 álnir 3 kvartel, breiddin
vel 13 álnir 3 kvartel. Stöplar fjórir hvers vegar, bitar fjórir undir sperrum,
þrjár höggsperrur með skammbitum og þrjú langbönd um hvers vegar.
Loft með hvelfingum undir, áður kallað Pulpitu.58 Með reisiþili á báðum
útbrotum, fánýtu. Standþil á millum syllna hidefra [þ.e. þaðan frá], las-
legt að sunnan, norðan vænlegra. Reisiþil í rjáfri og súð að utan, hvort
tveggja vænlegt. Tvær litlar stúkur sín hvoru megin með slæmu reisiþili og
súð utan á. Stöplar og standþil sunnan fram mjög fánýtt en norðan fram
nokkuð skárra. Stöplar þar þrír, fánýtir. Virtur 16 hndr.
9. Innri kór að lengd vel 7 álnir, hæð 8 álnir, breiddin 7 álnir. Sex stafir
undir bitum og sperrum, tvennar höggsperrur og langbönd tvö hvers
vegar mænitróða, þil að framan efra og neðra með dróttum og dyrastöfum.
Altarið með tveimur gráðum og góðum umbúningi og sæmilegu fjalagólfi.
Glergluggar fimm í kór og kirkju, [3r] þrír af þeim laslegir. Kórinn virtur
8 hndr.
Altarisbrík af alabastri, í sumum stöðum brákuð. Predikunarstóll vel sæmi-
lega umvendaður.
Summa, kirkjan að öllu milli gafls og gátta, fráteknum hennar framan-
skrifuðum ornamentis, að virðingu 58 hundruð og 10 aurar. Hennar uppbót
in summa 33 hndr.
Til merkis vorar handskriftir í sama stað, ári og mánuði sem fyrr segir:
(Undirskrifuð nöfn)
58 Pulpitu (ýmis önnur form eru þekkt í dönsku, s.s. pulpitur og poppeltur) er dregið af miðalda-
latínu pulpitum og vísar til skilrúms milli kórs og kirkjuskipsins í miðaldakirkjum með
lofti eða svölum. Skilrúmið átti að greina að helgasta hluta kirkjunnar, innri kórinn með
háaltarinu, frá rými leikmanna utar í kirkjunni og af svölunum gátu klerkar lesið og sungið
fyrir söfnuðinn. Hvelfingarnar hafa verið undir loftsvölunum.
HEIMILDIR UM KLAUSTURKIRKJUNA Á ÞINGEYRUM