Gripla - 2022, Blaðsíða 474
GRIPLA472
„að fæðu fyrir dýr eða fugla“,85 en í þeim íslensku sýnir hún svo sannar-
lega sorgarviðbrögð við barnamissinum. Hjá Ragnhildi bregður hún fyrst
litum, verður svo eldrjóð og loks grét hún sárt þegar þriðja barnið var
tekið af henni86 en hjá Jóni grætur hún þegar hástöfum þegar fyrra barnið,
dóttirin, er tekin, þótt hún hafi grátið enn meira við sonarmissinn.87 Það
er þó ekki eingöngu við barnamissinn sem íslenska þjóðsagna-Gríshildur
sýnir viðbrögð, það gerir hún líka við skilnaðinn og eins þegar hún þjónar
kóngi og nýrri brúði hans á brúðkaupsnóttina og segir „Sárt brenna fing-
urnir/gómarnir, en sárara brennur hjartað“88 auk þess sem hún grætur
hjá Jóni af því tilefni. Þrátt fyrir að sýna miklar tilfinningar í báðum
þjóðsagnagerðunum stenst Gríshildur þó öll próf kóngsins sem gefur henni
viðurnefnið góða en ekki þolinmóða eins og hefð er fyrir.
H E I M I L D I R
H A N D R I T
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík
AM 132 I 8vo. Óþekktur skrifari, 17. öld.
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn
Lbs 533 4to. Margar rithendur, m.a. Jóns Árnasonar (1819–88) og
Ragnhildar Guðmundsdóttur (1836/7–1921), 1850–65.
Lbs 989 4to. Tveir óþekktir skrifarar, úr dánarbúi séra Friðriks Eggerz
(1802‒94), 1795‒1830.
Lbs 1494 4to. Skrifari Magnús Jónsson í Tjaldanesi (1835–1922), 1888.
Lbs 1506 4to. Skrifari Magnús Jónsson í Tjaldanesi (1835–1922), 1893.
Lbs 2325 4to. Skrifari Sighvatur Grímsson Borgfirðingur (1840–1930),
1893.
Lbs 248 8vo. Óþekktur skrifari, um 1750.
Lbs 2901 8vo. Óþekktur skrifari, 19. öld.
Lbs 3841 8vo. Skrifari Guðmundur Jóhannesson í Skáleyjum (1838–93),
1871.
Lbs 4407 8vo. Óþekktur skrifari, eftir 1890.
Böðvar Kvaran (einkasafn)
BK 5 4to. Skrifari Magnús Jónsson í Tjaldanesi (1835–1922), 1914.
85 Boccaccio, Tídægra, 689–90.
86 „Sagan af Gríshildi góðu,“ Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri V, 28.
87 „Sagan af Gríshildi góðu,“ Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri II, 416.
88 „fingurnir“ í „Sagan af Gríshildi góðu,“ Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri V, 29, og „gómarnir“ í
„Sagan af Gríshildi góðu,“ Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri II, 417.