Gripla - 2022, Blaðsíða 283
281
neski af Heilagri þrenningu, Kristi og Jóhannesi skírara, eitt af Pétri,
tvö Pálslíkneski, eitt af Jóhannesi postula og guðspjallamanni, annað af
heilögum Andrési og Jakobi. Tvö Ólafslíkneski voru í kirkjunni, annað
þeirra úr alabastri. Þarna voru og líkneski Jóns Hólabiskups og heilags
Benedikts, auk líkneskja af Maríu Magdalenu, Katrínu, Klöru og heilagri
Zitu frá Lucca á Ítalíu.39 Öll líkneskin hafa verið fjarlægð úr kirkjunni eftir
siðaskiptin því þau eru hvergi nefnd í úttektinni 1684.
Ölturin fimm í klausturkirkjunni voru skreytt klæðum, útsaumuðum
brúnum með málmskjöldum en einnig hefur verið eitthvað af dúkum
yfir líkneskjum (tveir glitaðir, þ.e. skrautlegir, dúkar yfir líkneskjum eru
nefndir í Sigurðarregistri). Í kirkjunni hafa verið bekkir, stólar og púlt
undir fólk og bækur, og klútar, púðar og sessur til þess að hlífa og auka
á helgi gripanna. Eftirfarandi messuklæði og lausamunir eru taldir upp
í Sigurðarregistri: átta messuklæði, fimm góð og allfær, og þrjú „léttari“
(þ.e. síður góð); fimmtán höklar fyrir munka og aðra, átta góðir og sjö
síður góðir; fimm sloppar, níu „kantarakápur“ (þ.e. ermalausar messu-
kápur, oft hlýjar og góðar til notkunar í kulda og útivið) og fjórar „dal-
matíkur“ (þ.e. höklar fyrir djákna) og þrír höklar fyrir súbdjákna (kallaðir
subtilum). Í kirkjunni voru einnig þrír baglar og ein ábótahúfa samkvæmt
Sigurðarregistri. Klæðafjöldinn segir kannski eitthvað um fjölda munka og
klerka sem tóku þátt í messunni jafnvel þótt meira hafi verið til af messu-
klæðum en nota þurfti hverju sinni.
Þá var sérstakur páskaútbúnaður, stólpi undir páskakerti og páskablað.
Einnig tvær burðarstikur undir kerti og tíu koparstikur (sumar brotnar),
einnig undir kerti, væntanlega á ölturum. Kerti var látið loga á altarinu
við messugjörð og við gjörbreytinguna var einnig kveikt á svokölluðu
uppihaldskerti til að söfnuðurinn sæi sem best hið helgaða brauð þegar
presturinn hóf það upp í messunni. Uppihaldsstikur frá Grundarkirkju
í Eyjafirði eru varðveittar í Þjóðminjasafni Dana, þær eru með undn-
um leggjum og járnbroddum sem kertin voru fest á. Ljós voru einnig
tendruð við aðrar kirkjulegar athafnir, skírn, útför, vígslur og á kirkju-
39 Margaret Cormack, The Saints in Iceland: Their Veneration from the Conversion to 1400.
Subsidia Hagiographica 78 (Bruxelles: Société des Bollandistes, 1994), gefur besta yfirlitið
yfir dýrlingalíkneski í íslenskum miðaldakirkjum en nær aðeins til 1400 og því ekki til
Sigurðarregisturs. Þeir sem telja að klausturkirkjan á Þingeyrum hafi verið helguð heilögum
Nikulási hljóta að sakna líkneskis af honum. Verður sú tileinkun að teljast ósönnuð í ljósi
þess að svo lítið þarna inni minnti á Nikulás.
HEIMILDIR UM KLAUSTURKIRKJUNA Á ÞINGEYRUM