Gripla - 2022, Blaðsíða 313
311
bitum, mænitróðu, vel sterku greniviðarupprefti, dyraumbúningi, skrá-
læstri hurð á járnum með hespu og kring.
12. Bakaraofnshús lítið út af Eldhúsinu með 4 stöfum undir syllum,
tveimur bitum, mænitróðu og fjalviðar upprefti.
13. Langabúr að lengd 16 ál., á breidd 7 ál., á hæð 7 ½ al. með tólf
stöfum undir syllum, sex bitum undir sperrum, tvennum langböndum,
mænitróðu og þéttu, samfelldu greniviðarupprefti, dyraumbúningi og hurð
á járnum skrálæstri. [2v]
14. Port þar fram af með fjórum höfuðstólpum, tveimur höfuðsyllum,
áfellum, tvennum sperrum, tveimur lægri stöfum undir neðri syllum,
tveimur höfuðbitum og þremur undirbitum, langböndum, mænitróðu
og þilviðarupprefti. Fremra stafgólfið Portsins er alþiljað efra og neðra
á báðar síður og uppi gegnum með álögðum listum að utanverðu og
þremur gluggum með hurð á járnum fyrir hverjum, vel bikað með sterkum
dyraumbúningi, hespu og kring, vindskeiðum að sunnanverðu, stöng og
veðurhana, förvuðu hvorutveggju. Portsins hæð er eins og Langabúrsins,
lengdin 4 ½ al., breiddin 3 ál.
15. Melskemma að lengd 10 ál. 1 kvart., að breidd 7 ½ al., á hæð 8 ál.
með átta stöfum undir syllum, og áfellum, fjórum bitum undir sperrum,
tvennum langböndum, mænitróðu og fjalviðarrjáfur, samfelldu bjórþili á
eystri stafni hússins allt að bita, með utan á lögðum listum, förvuðum,
útskornum vindskeiðum og veðurhana. Dyrnar fram af húsinu með
fjórum stöfum undir syllum, tveimur bitum undir sperrum, mænitróðu og
greniviðar upprefti, bjórþili með vel vönduðum vindskeiðum og veðurhana,
hvorutveggja förvuðu, dyraumbúningi, hurð á járnum með hespu, kring og
hring.60
16. Kvarnarskemma 8 ½ al. að lengd, á breidd 8 ál., 7 ál. 1 ½ kvart. á hæð
með sex stöfum undir syllum, þremur bitum undir sperrum og áfellum,
tvennum langböndum, mænitróðu með greniviðarupprefti vel sterku,
standþili og bjórþili að framanverðu millum skemmanna. Item dyrnar með
þremur stöfum undir syllum, tveimur bitum undir sperrum, mænitróðu
og vel þénanlegu greniviðarupprefti. Yfir dyrunum er bjórþilskorn með
förvuðum vindskeiðum og veðurhana, hurð á járnum, hespu og kring og
handarhaldsjárni.
60 Velta má fyrir sér hver munurinn sé á „kring“ og „hring“. Kringur er algengara en tvisvar er
talað um þykkan koparhring. Ef til vill er með kring átt við minni hurðarhring eða handfang.
HEIMILDIR UM KLAUSTURKIRKJUNA Á ÞINGEYRUM