Gripla - 2022, Blaðsíða 307
305
22. Klefi út úr stofum á hurðarbaki, kominn að falli, fylgir stofunni til
uppbótar.
23. Kakalofnsbaðstofa vart 11 álnir á lengd, breidd 4 álnir og eitt kvartel,
5 álnir, 3 kvartel á hæð. Með fóðruðum bekk, borði og stólum, fjalagólfi
og tröppum. Pallur öðrumegin með tveimur skörum, rúmstæði upp af
pallinum. Fánýtur kakalofn og tveir glergluggar lasnir og lítilfjörlegir.
Hurð fyrir baðstofunni á járnum með klinku, dróttum og tvennum dyra-
stöfum. Húsið þiljað umhverfis með nokkrum hillum, allt stæðilegt að
vorum sjónum. Virt 4 hndr.
24. Göng frá Kakalofnsbaðstofu fram að Anddyrum nýlega uppgjörð með
nýjum vegg fyrir sunnan fram og sjö stöfum, sjö bitum og sjö sperrum,
með fjalvið í rjáfri; með öllu vel stæðileg. Norðan fram í göngunum gamalt
þil undir syllu frá klefadyrum og fram um Sængurstofu allt að Anddyrum,
sæmilegt. Virt 80 álnum.
25. Stóriskáli sjö stafgólfa, vel 20 álna lengdin, 7 álnir og 3 kvartel á
breidd, hæðin 7 álnir 3 kvartel. Með átta stöfum hvorum megin undir
syllum, átta bitum undir sperrum, þremur langböndum hvers vegar; fjal þak
í rjáfri og mænitróðu. Tólf sængur í skálanum alþiljaðar með rúmstokkum,
bríkum, stöfum og skörum, þar í tvær lokrekkjur og tvö lausarúm innar við.
Það stafgólf undir bita og umkring óþiljað. Þil framanundir skálanum, fyrir
ofan og neðan bita, með hurð á járnum, dróttum og dyrastöfum. Virtur 15
hndr., en uppbótin 15 aurar fyrir þilbrest í innsta stafgólfi og veggjahrörnun.
26. Prestaskáli að lengd 9½ alin, breidd 7½ alin, hæðin 7 álnir og 1
kvartel. Með tveimur bitum á lofti og sjö sængum, þar í tvær lokrekkjur
með fóðruðum skörum. Húsið vænt og víða sterkt, þó tilgengið og gamalt;
með þili framan undir, hurð á járnum og skrá, dróttum og dyrastöfum. Virt
6 hndr., ábótin 2 hndr.
27. Sængurstofan að lengd 9 álnir, hæð 6 álnir, breidd 4 álnir 3 kvartel.
Með átta stöfum undir syllum, fjórum bitum undir sperrum, tveimur
langböndum auknum hvorum megin, fjalþaki, ræfri; standþil og bjórþil
fyrir báðum stöfnum. Einnig <með> standþili undir syllum. Önnur sylla
mjög tilgengin og einn stafur. Innihúsið með affúnu bitahöfði og þil þar
nálægt úr greypingum. Húsið tilgengið, þó oss lítist víða sterkt. Með
vænni stafnsæng, fóðraðri skör og tröppum ásamt. Þrjár aðrar sængur með
stöplum, rúmstokkum, bríkum, skörum. Virt 4 hndr., uppbót 15 aurar.
Húsið með dróttum, dyrastokkum og hurð á járnum.
HEIMILDIR UM KLAUSTURKIRKJUNA Á ÞINGEYRUM