Muninn

Årgang

Muninn - 01.08.2008, Side 5

Muninn - 01.08.2008, Side 5
Efnisyfirlit Sveinn Hólmkelsson – ritstjóri Flugstjóri Munins með meiru. Hefði ekkert á móti því að hafa setið í ritstjórn þegar einhverjir peningar voru til í landinu. „Ég er ekki par sáttur með þetta!” Einar Tryggvi Leifsson – aðstoðarritstjóri og yfirhönnuður James Bond tækjanna. Á það til að hlæja að fáranlegum hlutum og líta út fyrir að vera að deyja á meðan því stendur. „Æi, þegiðu.” Atli Geir Hallgrímsson – aðstoðarritstjóri og yfirhönnuður Oft er erfitt fyrir aðra ritstjórnarmeðlimi að komast að á fundum vegna gífurlegs málæðis Atla Geirs. „Hey, hárið mitt er frosið. Vó, ég er með geggjaðan hausverk… hvernig er heilahimnubólga? Ég skoða það á Doktor.is…” Anna Gerður Ófeigsdóttir – auglýsingastýra Mamma Munins. Passar upp á að allir séu búnir að borða og læra heima. „Svo var ég bara allt í einu komin í eitthvað húsasund og Geir Jón yfirlögregluþjónn var þarna og…” Guðrún Veturliðadóttir – gjaldkeri A. k. a. Gudda/Gurrý. Svo virðist sem hún tali á allt annarri tíðni en aðrir ritstjórnarmeðlimir sem veldur því að það heyrir aldrei neinn í henni, sama hvað hún reynir. „Halló, er einhver að hlusta á mig? Ég bað um kokteilsósu!” Heiða Berglind Magnúsdóttir – yfirumsjón með greinum Sú sem skipuleggur allt í þaula með töflutússinn að vopni. „Er búið að prófarkalesa þetta?” Jóhanna Stefánsdóttir – yfirumsjón ljósmynda Sjarmatröll Munins. Á það til að vera veik og brjóta almenningssalerni á kaffihúsum. „Æ, ég prumpaði!” Marta Sigríður Róbertsdóttir – auglýsingastýra Kærleiksbjörn Munins. Finnst allt frááábært og æææðislegt. ,,Allamalla!”RITSTJÓRN MUNINS

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.