Muninn - 01.08.2008, Síða 11
Ást við fyrstu sýn
Egils Malt og Aappelsín
ÍMA
Aðalbjörn Hannesson
Aðalbjörn Hannesson úr 3. X er
formaður Íþróttafélags MA (ÍMA). Hann
hefur verið formaður ÍMA í tvö ár og
þar áður sat hann í stjórn félagsins sem
fulltrúi 1. bekkjar. Hann svaraði fáeinum
spurningum fyrir okkur um starfsemi
félagsins og fleira.
Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú
bauðst þig fram sem formann ÍMA?
Það gekk mjög vel að vera í stjórninni
í 1. bekk og mér finnst gaman að hafa
áhrif á félagslíf skólans.
Hverjir sitja með þér í stjórn ÍMA?
Arna Sif 1.G, Guðmundur 3. F og
Sesselja 3.U.
Hvað er það helsta sem þið hafið gert
í vetur?
Við héldum bandýmót í byrjun
október en þar bar 3. X sigur úr
býtum. Svo héldum við fótboltamót í
byrjun desember þar sem 1.G vann í
strákaflokki og 3.U vann í stelpuflokki.
Hvað er á döfinni?
Það verður blakmót eftir áramót. Þar
munu úrslit ráðast í bekkjarkeppninni
um Íþróttameistara skólans.
Ætlið þið að vera með einhverjar
nýjungar í vetur?
Það er ekki planið en það er aldrei að
vita!
Veistu hvaða ár ÍMA var stofnað?
Ekki hugmynd!
Hver er tilgangur félagsins?
Hann er að efla íþróttalíf innan skólans.
Hver vinnur Íþróttameistarann í ár?
Mér finnst mjög líklegt að 3. X taki
þetta.
Ertu að æfa einhverja íþrótt?
Já, ég er að æfa fótbolta með KA.
Af hverju vildir þú ekki vera nakinn í
myndatökunni fyrir ÍMA?
Af því að mér finnst mjög asnalegt að
vera nakinn í myndatöku!
Ef þú mættir velja (hvorugt er ekki
valmöguleiki) hvort myndir þú sofa hjá
Bjarna eða Siguróla?
Ég myndi velja Siguróla.
Pálína Dagný Guðnadóttir
Pálína Dagný Guðnadóttir, eða Pála
eins og hún er oftast kölluð, úr 4. F er
formaður Leikfélags MA. Þetta er hennar
fyrsta ár sem formaður LMA en hún
hefur tekið þátt í starfsemi LMA öll árin
sem hún hefur stundað nám við skólann.
Í fyrsta bekk sá hún um hárgreiðsluna,
í öðrum bekk lék hún álf í Draumi á
Jónsmessunótt og í þriðja bekk lék hún
Hörpu Sjöfn í árshátíðaratriðinu. Pála
svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur
um starfsemi félagsins og fleira.
Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú
bauðst þig fram sem formann LMA?
Ég er með nýjar hugmyndir fyrir félagið
og mig langaði að gera eitthvað fyrir
félagslíf skólans.
Hverjir sitja með þér í stjórn LMA?
Axel Ingi konsertmeistari, Gréta Kristín,
sem allir ættu að þekkja úr Morfís, Elva
Rún sem er með mér í 4. F og Sólveig úr
2. H.
Hvað er á döfinni?
Við erum að taka þátt í Leiktu betur. Fyrir
þá keppni héldum við spunanámskeið og
spunakvöldvöku, en á þeirri kvöldvöku
var ákveðið hverjir myndu keppa fyrir
hönd MA í Leiktu betur. Einnig ætlum
við að vera með flott árshátíðaratriði og
eftir áramót ætlum við að setja Kabarett
á svið.
Hvað er það helsta sem þið hafið gert í
vetur?
Við erum búin að halda spunanámskeið
og spunakvöldvöku. Einnig tókum við
þátt í Leiktu betur 8. nóvember s.l. þar
sem lið MA varð í öðru sæti.
Ætlið þið að vera með einhverjar
nýjungar í vetur?
Við gerðum rosalega mikið úr prufunum
fyrir Kabarett sem við munum setja
á svið eftir áramót. Þetta voru opnar
prufur en það hefur ekki verið gert áður.
Veistu hvaða ár LMA sýndi sitt fyrsta
leikrit?
Elstu upplýsingar sem ég hef eru frá
árinu 1937. Þá var verkið Andbýlingarnir
sett á svið og Árni Jónsson leikstýrði.
Ef þú mættir velja, hjá hvaða íslenska
leikara myndir þú sofa hjá?
Úff, þetta er erfitt en ég held að ég myndi
segja Hilmi Snæ.
Myndir þú ráða Paris Hilton í uppfærslu
LMA?
Nei, alls ekki!
Hver er þinn uppáhaldsleikari?
Ég veit það ekki, enginn sérstakur.
Stefnir þú á nám tengt leiklist?
Það er aldrei að vita, ekkert ákveðið.
Félagakynning
ÍMA
LMA