Muninn

Årgang

Muninn - 01.08.2008, Side 16

Muninn - 01.08.2008, Side 16
Þrífur þú bílinn þinn sjálf eða lætur þú einhvern annan gera það? Ég hef aldrei gert það, pabbi gerir það. Hvenær fórstu síðast í kirkju? Man ekki , eða jú í giftingu hjá bróðir mínum í sumar. Hefur þú hitt einhvern frægan? Ég hef hitt fullt af frægu fólki, t.d. Brad Pitt á flugvellinum í Þýskalandi. Á skalanum 1-10, hvað myndir þú segja að þú værir góð að keyra? 5, af því að ég bakkaði á í gær. Ef þú mættir vera formaður hvaða félags sem er, hvaða félag væri það? Hmmm... félag á móti snípstuttum pilsum. Hvort er Hildur Hauks eða Þorlákur meira krútt? Þorlákur, ég dansaði við hann á árshátíðinni. Hver er formaður Tóma? Uuuu...Jón Már?!? AFS á Íslandi R A N G Á R V Ö L L U M · P Ó S T H Ó L F 9 0 · 6 0 2 A K U R E Y R I BUSUN 2008 Þetta byrjaði allt með því að ég var rifinn upp úr rúmi sem ég hafði aldrei sofið í áður og ekki nóg með það heldur þá svaf karlmaður nánast nakinn mér við hlið. Ég var lengi að átta mig á því hvar ég var og hvernig ég hefði komist þangað. Eftir að ég náði áttum og fattaði að ég var staddur á Rhodos þá var ég dreginn á fund. Mér skilst að ég hafi í fávitaskap mínum komið mér í stjórn busunar. Í fyrstu bölvaði ég sjálfum mér fyrir of mikið mjókurþamb kvöldið áður en eftir fundinn þegar rætt hafði verið um hvað til stóð að gera við busana okkar þá leið mér strax betur. Þarna sat ég með snillingunum Þóru, Fannari, Pétri, Erlu og Kára. Við ræddum hvað við ættum að gera við þessi busaógeð og hvernig við gætum gert þessa upplifun ógleymanlega. Nasistinn hún Þóra vildi helst bara lóga þeim öllum og segja það gott en hjartagullið hann Pési hélt því fram að Jón Már myndi eflaust ekki leyfa það. Eftir dágóðar vangaveltur og nokkra fundi, sem náðist þó aldrei 100% mæting á, því þetta var á Rhodos og heilsan ýmist ekki í topp standi eða enginn gat vakið Pésa, þá vorum við komin með ansi góða hugmynd sem allir voru sáttir við. Þegar við komum til Íslands fórum við strax að skipuleggja. Eftir blóð og svita þá náðum við að redda sem flestu og allt gekk vel fyrir utan við það að ég fékk skróp í íþróttum. Nokkrir aumingjar sem ekki vildu hlýða reglunum voru einfaldlega teknir í gegn og plastaðir. Dansarnir voru snilld, þar var 4.AB með rosalega sýningu og rapegríman hans Gússa kom að góðum notum. 4.X var með flottustu búningana að mínu mati en 4.TU var bara svo fallegur að busarnir skiptu eignlega engu máli. Þegar litlu ræpukögglunum var smalað í stíuna þá magnaðist svitalyktin og dreifðist um allan skólann og busaþefurinn var fastur í viðinum í gamla skóla fram í nóvember. Eftir öskur, læti , réttir og bílaþvott þá voru þau vígð og lögðu svo í gönguna niður í bæ. Þar sýndum við þeim búðina sem ekki má segja frá og þar fékk ónefndur Óli sér gott mjólkurglas og rúllaði svo í burtu með stíl. Stefnan var síðan tekin á torgið og hókí pókí dansinn stiginn. Einhver gella slasaðist svo Fúsi sjúkrabíll fór með hana heim og lagaði hana til. Gamli góði menntavegurinn var genginn og þar litu flest allir busar niður. Að lokum tók svo stjórnin busana á fund og gaf þeim kleinur frá því í fyrra og dropa af kókómjólk. Frábær busun hjá frábærum böðlum. Sölvi Rúnar Vignisson P.S. Mjólk er góð! ,,RAPEGRÍMAN HANS GÚSSA KOM AÐ GÓÐUM NOTUM”

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.