Muninn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Muninn - 01.08.2008, Qupperneq 18

Muninn - 01.08.2008, Qupperneq 18
H ER BE RT G U Ð M U N D SS O N Í M A 9. október 2008 er einn af merkari dögum í Menntaskólanum á Akureyri. Þennan dag stóð HEBBMA (Aðdáendafélag Herberts Guðmundssonar) fyrir því að fá Hebba sjálfan til að troða upp í skólanum. Gríðarleg stemming var í skólanum og má með sanni segja að sjaldan hafi annað eins andrúmsloft verið hér. En hver er þessi Herbert Guðmundsson sem er svona hrikalega vinsæll í MA? Herbert Guðmundsson er einn af dáðustu íslensku tónlistarmönnum en hann samdi ódauðlega 80‘s smellinn Can‘t Walk Away. Herbert fæddist 15. desember 1953 og hefur verið frá barnsaldri kenndur við tónlist. Eftir að hafa sungið með hljómsveitum á borð við Eik, Pelican og KAN frá Bolungarvík gerðist Herbert sólólistamaður. Í desember 1985 gerði Hebbi Can‘t Walk Away og fór það strax í fyrsta sæti á vinsældalista Rásar 2. Herbert varð þar fyrsti íslenski sólólistamaðurinn til að ná efsta sætinu á þeim lista. Árið 1986 kom svo út hljómplatan The Dawn Of The Human Revolution sem innihélt slagarann góða. Síðar hafa plöturnar Being Human (1993), Faith (1998), Ný spor á íslenskri tungu (2001) og Spegill sálarinnar (2008) fylgt á eftir. Eftir að formaður HEBBMA hafði átt í stöðugu símasambandi við Herbert féllst hann á að koma til Akureyrar og taka lagið fyrir nemendur MA. Það má segja að stemmingin í Kvos MA hafi verið rafmögnuð er Herbert var kynntur upp á svið í löngu frímínútum. Hebbi kom með miklum krafti fram á sviðið og tók lagið Day of Freedom sem er einmitt í „power-play“ á Bylgjunni og á Rás 2. Því næst tók hann aukalag af nýja diskinum sínum, sem er í gospel kantinum. Það ætlaði svo allt að verða vitlaust þegar Hebbi kynnti næsta lag til sögunnar en eins og Hebbi sagði sjálfur „lagið sem gerði mig að því sem ég er í dag“. Kvosin sem var smekkfull trallaði og klappaði með enda fátt annað í stöðunni! Herbert þakkaði fyrir sig að laginu loknu og gekk af sviðinu, en áhorfendur létu vel í sér heyra og heimtuðu meira. Herbert kom því aftur upp á svið og tók Remix af Can‘t Walk Away af sinni alkunnu snilld. Herbert seldi svo hljómplötur sínar í matarhléinu og veitti eiginhandaráritanir. Það má með sanni segja að salan hafi tekist vel og þá fékk fjöldinn allur af námsbókum þann heiður að fá nafn Herberts á sig. Herbert hitaði svo upp fyrir handboltaleik um kvöldið hjá Akureyri og gerði það gæfumuninn og vannst öruggur sigur á HK. Rétt áður en ég kvaddi goðið á flugvellinum eftir afar vel heppnaðan dag tók ég örstutt viðtal við hann: ÁS: Hvernig var að koma til Akureyrar? Herbert: Það var hreint út sagt frábært að koma hingað, mjög vel tekið undir í Menntaskólanum og ég er ekki frá því að MA sé allra flottasti skólinn á landinu, svo var flott stemmning á vellinum þannig að þetta var bara stórkostlegt. Alveg æðislegt að koma norður. ÁS: Nú er búið að vera starfræktur aðdáendaklúbbur um þig í Menntaskólanum í nokkur ár, er ekki gaman að vita af því? Herbert: Jú, það er bara meiriháttar. Virkilega gaman af þér Ágúst sem og forvera þínum honum Örlygi Hnefli Örlygssyni. Þið eruð báðir flottir strákar, nú er bara vonandi að þú finnir einhvern til að taka við og halda þessu gangandi því ég vil endilega koma oftar í MA! ÁS: Eitthvað að lokum fyrir nemendur MA? Herbert: Takk æðislega fyrir frábærar móttökur. Munið bara að hafa gaman af lífinu og vinna markvisst að því sem maður er að stefna að.” Ágúst Stefánsson, formaður HEBBMA

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.