Muninn

Volume

Muninn - 01.08.2008, Page 31

Muninn - 01.08.2008, Page 31
31 Oft má glaðan öðling sjá úti í náttúrunni hafa báðar hendur á hengiplöntu sinni. Þessa vísu orti Hákon Aðalsteinsson um kynþátt þann sem situr hér óæðri í kvöld. Þá meina ég auðvitað ykkur, já ég er svo sannarlega að tala um ykkur, elskulegu strákar. Nú spyr ég, hversu oft hefur maður ekki séð þessa strákstaula með hendur ofan í buxunum til þess rétt að tékka hvort að litli vinurinn sé ekki alveg örugglega ennþá til staðar. Jú, svo oft. En það er kannski ekki skrítið að þið séu hræddir um hann, því það má jú segja að þessi litli vinur sé heilinn ykkar. Og ekki viljið þið nú missa hann þó lítill sé. Lofið mér að útskýra þetta aðeins. Það vita sjálfsagt allir að kyn manna ákvarðast af svokölluðum kynlitningum, eða X og Y litningunum. Og þið sem eruð enn klárari ættuð því að vita að við stelpurnar höfum tvo X litninga en strákarnir x og y litning. Það er kannski ekkert athugavert við það...og þó. Það hefur nefnilega verið leitt í ljós að Y litningurinn er aðeins gallaður X litningur sem vantar á einn fót. Svo þið eruð í rauninni ekkert meira en gallaðir kvenmenn! En menn hafa mikið velt því fyrir sér hvar þessi týndi fótur af Y litningnum lenti og eftir miklar rannsóknir og annað stúss kom það loksins í ljós. Þessi dularfulli týndi fótur hafði tekið sér bólfestu utan á líkama ykkar drengjanna, nefnilega rétt fyrir neðan mitti á milli fótleggjanna. Stundum er hann kallaður þriðji fóturinn en ég hef virkilega enga trú á að það sé réttnefni fyrir nokkurn ykkar... nema þá kannski fyrir Lókinn sjálfan. Rannsóknir leiddu það einnig í ljós að á þessum hluta litningsins sem vantar hjá ykkur strákunum, eru vitsmunir karlmanna geymdir. Þetta veldur því að þið strákarnir eruð ægilega duglegir í því að láta typpið taka flestar ákvarðanir fyrir ykkur. Þá er loksins komin útskýring á því hvers vegna þið eruð svona hrikalega vitlausir. Eruð þið ekki sáttar, mínar kæru kynsystur, að vita núna með vissu að við erum göfugra kynið!? Hér er einmitt gott dæmi um hugusnarhátt með typpinu: Þið eruð í Sjallanum, það eru 10 mínútur í lokun og þið sjáið heita gellu sem þið hafið ekkert talað við um kvöldið. Þið takið samt sem áður þá heimskulegu ákvörðun að labba upp að henni og hvísla í eyra hennar „nú eru 10 mín í lokun, viltu koma heim með mér eða á ég að fara og finna eeinhverja aðra?“. UUUU finndu aðra! Hvað haldiði að þið séuð, prince charming? Þið þyrftuð allavega að vera það ef þetta ætti að virka! En fyrst ég er komin í djammtal, þá er hér aðeins meira: Það er svo mikið bannað að hvísla einhverjum óþverra í eyrað á stelpum á djamminu, reyndar er það bara almennt bannað. Þegar ég tala um óþverra er ég einmitt að tala um fleygar setningar eins og “you are my miracle”. Þær virka bara ekki! En jæja, þrátt fyrir þessar lélegu viðreynslur og annað rugl, segjum þá sem svo að þið náið á einhvern ótrúlegan hátt að lokka heim með ykkur stelpu, plís viljiði muna eitt: FARIÐI ÚR SOKKUNUM! En kannski útskýrir þetta allt saman, t.d. af hverju þið getið ekki sýnt neinar tilfinningar og af hverju þið talið bara um rassgatið á sjálfum ykkur! En svo það sé á hreinu, þá er okkur alveg sama hvað þið takið í bekk, hvernig United leikurinn fór eða hvenær þið rúnkuðuð ykkur síðast! Já í alvöru, við höfum „núll“ áhuga á vita þetta! En ef við höldum áfram með þessar tilfinningar, þá er spurning hvort þið yfirleitt hafið einhverjar. Allavega myndi það útskýra margt, eins og t.d. af hverju þið eruð svona hrikalega einfaldir og sjáið ekkert annað en brjóst og rassa á stelpum. Við höfum einmitt líka andlit og persónuleika! En það virðist vera algengur misskilningur hjá ykkur að það sé betra að horfa á brjóstin hreyfast í staðinn fyrir varirnar þegar við tölum við ykkur. Ég bara get ekki skilið hvaðan það kemur. En ég meina, það geta ekki allir verið fullkomnir. Þið getið ekkert gert að því að guð skapaði ykkur sem drög af hinni fullkomnu manneskju, en það eru auðvitað við konurnar. En hvað sem öllu þessu líður þá elska ég ykkur alla saman og vildi svo sannarlega ekki vera án ykkar! Skál fyrir veikara kyninu! Þóra Björg Stefánsdóttir Minni karla Minni kvenna Ég elska kvenmenn Þetta gæti komið sumum á óvart, þar sem fyrirrennarar mínir hafa haldið hér ræðu um það hversu ömurlegar konur eru, þær kunna ekki að keyra, kunna ekki að fara einar á klósettið og svo framvegis. Ja, ég veit ekki með ykkur, en mér finnst það að halda heillanga ræðu um hvað maður gjörsamlega hatar hitt kynið vera frekar samkynhneigt. En sannleikurinn er sá að ég er rammgagnkynhneigður rétt eins og allir karlmenn. Allir alvöru karlmenn. Þegar ég er langt niðri, og mér finnst eins og heimurinn hafi sameinast gegn mér, er fátt sem getur lyft skapi mínu upp eins og að hjúfra mig upp að hlýjum, þrýstnum barmi kvenmanns. Ég er vís til að vaða eld og kaldan sjó til þess að mæta við dyrnar, sviðinn og frosinn með bauga undir augunum og þrjár rauðar rósir í hendi til að þóknast kvenmanni sem ég hef mætur á. Þegar mér gengur illa í kvennamálum verð ég þunglyndur, veikur og árásargjarn. Ég fæ fráhvarfseinkenni. Lífshamingja mín stjórnast af framboði og þóknun kvenmanna. Þetta er vandamál. Vandamál sem allir karlmenn þjást af, en samt er aldrei talað um það. Þetta svipar mjög til annars, mun umtalaðra, vandamáls. Eiturlyfjafíknar. Kvenmenn eru kókaín. Það stuðlar meira að segja, og þetta kemur allt heim og saman! Fráhvarfseinkennin, geðveikin og fórnirnar sem maður færir fyrir örlítinn skammt, einn koss, eitt milligramm. Strákar, það er kominn tími til þess að við horfumst í augu við eina galla karlkynsins, en það er tussufíknin sem hrjáir okkur alla. Ég skal taka fyrsta skrefið: Hæ, ég heiti Valur Sigurðarson og ég er kvenfíkill. En það þýðir ekki að ég hafi sætt mig við það. Ég gerði eina síðustu tilraun í dag til þess að kasta af mér fjötrunum sem kvenskepnurnar hafa hlekkjað okkur með frá örófi alda, svo ég gæti komið hingað með sigurbros á vör og sagt ykkur að tími okkar væri kominn. En allt kom fyrir ekki. Fjörutíu vaxkerti, The Notebook á fimmtíu tomma flatskjá, tveggja fermetra plakat af Brad Pitt og túba af sleipiefni frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, en samt gat ég ekki hugsað um annað en að afklæða Rachel McAdams með augunum. Þetta er sýki! Sýki sem ég hef þurft að kljást við allt frá því að ég varð meðvitaður um eigið kyn. Sýki sem heftir mig í daglegu lífi. Á hverjum einasta degi bölva ég Guði fyrir að hafa gert mig gagnkynhneigðan. Ég meina það! Lítum á málin. Við höfum konuna, veikbyggða og í rauninni sérhannaða fyrir ekkert annað en að skyrpa út úr sér barnhelvíti á ársfresti. Þær lifa eins og sníkjudýr á mönnum sínum og kæra sig um ekkert annað en að skreyta sig eins og jólatré, mála sig eins og látbragðsleikarar og kaupa svo eins dýrar töskur og þær geta til að troða öllu þessu dóti í á milli þess að þær nota það. Ekkert gleður kvenmann jafn mikið og að spandera peningum óheppins maka síns í rándýrar merkjavörur framleiddar af asískum barnaþrælum. Á hinn bóginn höfum við karlmanninn. Hávaxinn og stæltur, er hann svo vel hannaður til þess að lifa af að hann tók það að sér að verja konuna sína líka, ákvörðun sem hann sá síðan innilega eftir til æviloka. Karlmaðurinn hefur áhuga á að auðga heiminn og sjálfan sig með vinnu sinni, og er svo örlátur að leyfa konunni að halda sér heima í góðum fíling með börnunum á meðan hann fer út til að strita fyrir fæði og skjóli. Núna hugsið þið kannski með fyrirlitningu að ég sé síðan á fimmta áratugnum, og konur séu nú ekki lengur allar heimavinnandi húsmæður, en halló, það vita nú allir að jafnréttið er óheppileg og tímabundin bylgja sem er að ganga yfir vestrænt nútímasamfélag, svona eins og Myspace og nasisminn hér í denn. Það er staðreynd að konum líður langbest þegar þær fá nákvæmlega jafn mikla virðingu og réttindi og þær eiga skilið, sem er afskaplega lítið. Af hverju haldið þið að fæðingarþunglyndi hafi ekki þekkst áður en femínisminn varð til? Núna er væntanlega einhverjum kvenskörungum farið að verða heitt í hamsi og hugsa með sér í háði að fyrst að ég búi yfir þvílíkri kvenfyrirlitningu, af hverju gerist ég ekki bara hommi? Ég gæti komið með hnyttið tilsvar. Ég gæti sagt að mamma þín sé hommi og sé ólétt eftir Magga Villa. Ég gæti sagt að aðeins kerlingar séu hommar. En hinn grátlegi sannleikur er sá að ó, Guð, ef ég aðeins gæti, gæfi ég allt til að vera snarsamkynhneigður. Við ættum allir að vera snarsamkynhneigðir. Þessi Akkillesarhæll karlkynsins, gagnkynhneigðin, hefur fylgt okkur nógu lengi, það er kominn tími til þess að kasta honum af okkur. Einhvern veginn hafa konurnar áttað sig á þessu fyrir löngu en kvenfólkið er nú þegar upp til hópa örgustu trukkalessur.

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.