Muninn

Árgangur

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 41

Muninn - 01.08.2008, Blaðsíða 41
Hæ, ég heiti Palli. Ég er í þriðja bekk. Mér finnst alltaf svo gaman í skólanum. Þar er mikið af fólki og allir skemmta sér og eru stuði í. Stundum kemur Jón Már í Kvosina og heldur ræður. Þá er kátt í höllinni. Hann er svo grípandi og snarorður. Hann fer líka oft í sund. Það finnst honum góð líkamsrækt. Þrisvar sinnum í viku fer ég í tíma sem heita heimspeki. Þar kennir Sigurður Ólafsson. Hann er alltaf svo góður og uppbyggjandi við nemendur sína. Svo er hann líka með skegg, eins og jólasveinninn, nema bara minna. Það er frábært! Stefán Þór kenndi mér einu sinni líka. Hann er líka skemmtilegur. Hann hlustar á Genesis og finnst það gaman. Það finnst mér líka! Stefán Þór er á móti fíkniefnum. Stundum segir hann samt sögur um það þegar hann var að nota fíkniefni þegar hann var ungur. Það þýðir að hann veit hvað er gott og hvað er slæmt. Við erum heppin að hafa hann! Ég ætla að verða alveg eins og hann þegar ég verð stór. Núna er Gunnhildur Ottósdóttir að kenna mér. Hún veit sko allt! Ef maður er ekki alveg viss þá spyr maður hana bara og hún getur sko alltaf svarað. Hún hugsar líka svo vel um mann. Hún segir að maður eigi ekki að drekka gos og borða nammi því það er svo óhollt og þá komi Karíus og Baktus og höggvi í tennurnar manns. Það er líka alveg rétt sko. Svo er Valdís stærðfræðikennari alveg rosalega skemmtileg! Hún er alltaf að segja skrítlur um námsefnið og stun- dum er hún í stuttermabolum með fyndnum myndum og merkjum sem tengjast stærðfræðinni. Þannig nær hún að ná svo vel til allra nemendanna sinna. Það geta sko ekki allir! Ég þoli samt ekki fólk sem fer ekki eftir reglum. Það á að fylgja reglunum í skólanum sínum. Sumir fara ekki úr útiskónum þegar þeir koma inn. Þá verður gólfið blautt og skítugt og þá þurfa sokkarnir mínir að fara í þvott. Þá verður mamma leið. Svo verða líka konurnar sem skúra í skólanum svo leiðar ef allir fara inn á skónum. Þá er alltof mikið að gera fyrir þær. Svo er líka svona ótrúlegt fólk sem mætir stundum ekki í tímana sem það á að mæta í. Eða mætir jafnvel of seint í þá! Fólk á sko alltaf að mæta á réttum tíma. Nema þegar maður er veikur. Þá fær maður vottorð. En ég verð að kveðja núna, litlu jólin eru að byrja og ég verð að drífa mig svo ég fái að dansa í kringum jólatréð. Það er svo gaman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.