Muninn

Volume

Muninn - 01.08.2008, Page 57

Muninn - 01.08.2008, Page 57
Þeir Valur Sigurðarson (4. X), Gísli Björgvin Gíslason (3. F), Ásgeir Andri Adamsson (1. E) og Freyr Brynjarsson (1. A) skipa Leiktu betur lið Menntaskólans á Akureyri í ár. Liðið hélt suður yfir heiðar í nóvember síðastliðnum og keppti í Leiktu betur, spunakeppni framhaldsskólanna, á vegum Unglistar og lentu í öðru sæti. Muninn ákvað að kynnast þessum fjallmyndarlegu drengjum örlítið nánar. Af hverju fóru þið í Leiktu betur? G: Það var nú bara áhugi minn á leiklist sem dróg mig á spunanámskeið hjá Góa í 1. bekk, án þess að hafa hugmynd um að Leiktu Betur væri til. Á: Draumurinn hefur alltaf verið að standa fyrir framan fólk og láta það fara að hlæja. V: Mig vantaði athygli. F: Ég hef ólæknandi áhuga á leiklist. Ef ykkur byðist tækifæri til að leika í Bollywood kvikmynd með Paris Hilton og Lindsay Lohan, mynduð þið taka því? G: Alveg klárlega. Þó þær væru ekki einu sinni með, Bollywoodmynd er meira en nóg! V: Já, en bara fyrir peningana og af því að Lohan er lessa. Ef þið mættuð velja einn hlut til að taka með ykkur á eyðieyju, hvað yrði það? Á: Ætli ég verði ekki að segja pylsuna sem var gerð í Smáralind um árið, stærsta pylsa í heimi! V: Fjöltengi. Mann vantar alltaf fjöltengi. Hvað er það vandræðalegasta sem þið hafið lent í? F: Ég var valinn í Leiktu betur lið MA. G: Einu sinni fyrir langa löngu var fötluð kona sem hélt að ég væri pólsk kerling.. Á: Í gamla daga þegar ég var að leika „The Tin-man“ í Galdrakarlinum í OZ átti ég að syngja ,,ef það væri hjarta í mér“ en ég missti út úr mér ,,ef það væri heili í mér.“ Ég vil líka taka það fram að þetta var síðasta setningin í laginu og það var engin tónlist svo þetta heyrðist skýrt og greinilega! Hvenær fórstu síðast í kirkju? Þegar ég fermdist. Hefur þú hitt einhvern frægan? Já! Leikstjóra CSI Miami, Björgvin Halldórsson, Bubba Mortens. Hefur þú stolið einhverju? Ég kýs að tjá mig ekki um það mál. Hvað er fáránlegasta slúður sem þú hefur heyrt um þig (sem var ekki satt)? Að ég hafi migið á eldhúsgólfið heima hjá mér. Hvort er Hildur Hauks eða Þorlákur meira krútt? Þessi er mjög erfið. Þorlákur er svo krúttlegur þegar hann brosir, en Hildur hefur þetta. Ef þú gætir verið formaður félags, hvaða félag væri það? HemMA. Þrífur þú bílinn þinn sjálfur eða læturu einhvern annann gera það? Hvaða bíl? Vinnsla blaðsins

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.