Muninn

Árgangur

Muninn - 01.08.2008, Síða 60

Muninn - 01.08.2008, Síða 60
Að vera í ritstjórn er eins og að borða risastóra og geggjað góða köku. Fyrst er hún frábærlega góð og bragðið spennandi. Hún heldur svo áfram að vera frábær en þú byrjar að verða saddur. Þú heldur áfram að borða af því að þú getur ekki hætt, þú verður að klára hana. Undir lokin ertu alveg að springa en klárar hana samt. Eftir þetta ofát þarf svo að koma öllum þessum úrgangi út. Þá bombar maður á dolluna og losar það sem niður fór og líður eins og maður ha verið að skíta gervihnetti. Þessi tilnning er ekki alls kostar ólík því að gefa út blað líkt og Munin. Þetta byrjar sem spennandi og skemmtilegt verkefni en svo byrjar það að taka frá þér tíma sem þú hafðir ætlað nota í það sem sumir kalla að eiga sér líf. Að lokum er maður hættur að sofa, borða og svo hættir maður að skilja hvað er að gerast í kringum sig. Þeir sem upplifa þann pirring, það stress og þær löngu nætur sem fara í að gera blað eins og Munin eru eaust sammála um að sú tilnning sem fylgir því að koma út slíku blaði sé sambærileg því að skíta gervihnetti. Nú munu eaust einhverjir hugsa með sér að þetta hljómi eins og hinstu orð ritstjórnarinnar og að hún sé búin að leggja árar í bát. Því fer víðsarri. Að loknu jólafríi og taumlausri gleði í prófatíð hefst djammið að nýju og Muninn mun rísa áður en skólinn er liðinn. Eins og fönix úr ösku djammviskubita og löngu týndra sjálfsvirðinga mun hann stíga í átt til skýjanna. Í kjölfarið mun hann dreifa boðskap úr félagslí Menntaskólans á Akureyri. Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Við vonum að þið borðið yr ykkur og í framhaldi af því skítið gervihnöttum. Bestu kveðjur, Ritstjórn Munins P.s: Það væri gaman ef eiri væru til í að hjálpa okkur við gerð næsta blaðs.

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.