Ský - 01.04.2010, Blaðsíða 6

Ský - 01.04.2010, Blaðsíða 6
2.TBL. 2010 Jr Útgefandi: Heimur hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Benedikt Jóhannesson og Jón G. Hauksson. Útlitshönnun: Heimur. Ljósmyndir: Geir Ólafsson, Páll Stefánsson, Páll Kjartansson ofl. Blaðamenn/greinarhöfundar: Gísli Kristjánsson, Hilmar Karlsson, Hrund Hauksdóttir, Margrét Þóra Þórsdóttir, Páll Ásgeir Ásgeirsson, Páll Stefánsson, Sigmundur Ó. Steinarsson. Auglýsingastjóri: Inga Halldórsdóttir Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Heimur hf. — Öll réttindi áskilin. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Heimur hf. Borgartúni 23,105 Reykjavík. Sími: 512-7575 ÞEGAR GRÍNIÐ ER FÚLASTA ALVARA Sigur Besta flokksins í Reykjavík varð til þess að ýta við mörgum stjórnmálamönnum. Það er merkilegt að það skuli hafa þurft til. Það er margt að og í raun aðeins tveir kostir. Hefðbundnir stjórnmálamenn hugsi málin upp á nýtt eða að það komi nýtt fólk. A Islandi hefur verið margreynt að bjóða upp á nýja flokka. Þjóðvarnarflokkurinn, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Bandalag jafnaðarmanna, Kvennalistinn, Borgaraflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Borgarahreyfingin eru nokkur dæmi um flokka sem komu og fóru. Margir þessara flokka voru á sínum tíma klofningsfram- boð úr öðrum flokkum. Margir fýlgismenn nýju framboðanna áttu sér ekki sameiginleg stefnumál önnur en það að vera óánægðir með ástandið eins og það var. Þeir voru í fylu út í heiminn og fóru fljótlega í fylu hver við annan. Besti flokkurinn er sprottinn úr allt öðru umhverfi. Nokkrir lista- menn komu saman og stofnuðu flokk. Hann lofaði litlu fyrirfram og enginn veit hvort hann meinti nokkuð af því sem hann lofaði. Oddvit- inn er þekktur grínisti sem fæstir vissu fyrir kosningar hvaða skoðanir hafði og hvort hann hefði nokkrar skoðanir yfirleitt. Hann boðaði meiri gleði í borgarstjórn. „Hvers vegna fara menn í mótmælagöngur en ekki meðmælagöngur?“ spurði hann. Hvers vegna ekki að leysa málin allt öðruvísi en áður? Frambjóðendur flokksins eru kannski ekki jafnmiklir gleðipinnar og foringinn. Hann var svosem ekki alltaf glaður. Oft vafðist honum tunga um tönn í sjónvarpsþáttum og svo virtist sem hann vissi ekki hvort honum væri alvara eða ekki. En skuldir borgarinnar hverfa ekki þó að sagðir séu fimmaurabrandarar eða farið með dýrara spaug. Það þarf áfram að reka skóla, leikskóla, dvalarheimili, leggja malbik og skaffa borgarbúum rafmagn og heitt vatn. Það verður að gera, hvort sem það er gert með bros á vör eða ekki. Líklega er flest það sem sveitarstjórnar- menn gera frekar leiðinlegt í augum almennings. Það á eftir að koma í ljós hvort pönkið og glensið gera borgarstjórnina betri. Margir kjósendur eru til í að velja hvað sem er í stað þess sem þeir þekkja. Erlendis hafa menn valið dýr sem foringja. Kanadíski Nashyrn- ingaflokkurinn valdi Kornilíus 1. sem foringja sinn. Kornilíus er nashyrn- ingur. Flokkurinn fékk nokkurt fýlgi í þingkosningum í Kanada, en for- maðurinn var ekki í framboði sjálfur. I Bandaríkjunum hafa látnir menn verið kosnir á þing. Eftir kosningar reyna allir að skilja hvað kjósendur meintu. Það er erfitt enda vildu ekki allir það sama. Samt er enginn vafi á því að þegar tugir pró- senta kjósenda ákveða að kjósa „einhvern annan“ sem vill gera „allskonar“ fýrir „aumingja“, þá er eitthvað að hjá þeim sem fýrir eru. SKV Benedikt Jóhannesson 6 ský 2.tbl. 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.