Ský - 01.04.2010, Blaðsíða 58
Hin fallega og geðþekka leikkona Jessica Alba segir að hlut-
verk sitt í The Killer Inside Me sé það erfiðasta sem hún hafi
leikið og ekki sé síður erfitt fyrir hana að horfa á myndina.
Mótleikkona hennar Kate Hudson er sama sinnis og segir
sérstaklega kynlífsatriðin sem hún lék á móti Casey Affleck
hafi verið erfið, en Affleck leikur lögreglumann sem er um
leið sálsjúkur morðingi. Þessi vitnisburður kemur ekkert
sérstaklega á óvart þegar haft er í huga að leikstjóri mynd-
arinnar er Michael Winterbottom sem fer yfirleitt óhefð-
bundnar leiðir um leið og hann hneykslar.
Russell Crowe
„Eftir að hafa leikið Hróa hött finnst
mér ég vera 20 árum yngri," segir Rus-
sell Crowe. Crowe, sem er 46 ára, segist
hafa verið fullur af orku á hverjum
degi sem hann hafi verið í hlutverkinu.
„Við vorum að gera öðruvísi kvikmynd
um Hróa hött en áður hefur verið gerð
og ég lagði mitt af mörkum með því
að vera í góðri líkamlegri þjálfun og
æfði mig á boga þar til ég gat hitt í
marka af margra metra færi." Síðar á
árinu fáum við að sjá Crowe í allt öðru-
vísi hlutverki í The Next Three Days þar
sem hann leikur eiginmann konu sem
ákærð er fyrir morð.
58 ský 2.tbl. 2010
»» Carla Bruni
/ Jk New York er heimaborg Woody Allens
a og þar hafa flestar hans kvikmynda
I gerst. Allen flutti sig um set árið 2004 og
\,>yt' jfl gerði þrjár kvikmyndir í London og eina
frl í Barcelona áður en hann sneri aftur á
heimaslóðir. Nú er hann aftur kominn
til Evrópu, fyrst var það London og næst
er það París þar sem hann ætlar að gera
Midnight in Paris, rómantíska gamanmynd sem fjall-
ar um aðdáun ungs manns á borginni. Eins og alltaf
reynist ekki erfitt fyrir Allen að fá vinsæla leikara til að
leika fyrir lítinn pening og meðal leikara í Midnight in
Paris eru Owen Wilson, Marion Cotillard, Rachael Mc-
Adams, Michael Sheen og forsetafrú Frakka, Carla Bruni.
»» Kate Winslet
Eftir erfiðan skilnað við eiginmann sinn
Sam Mendes er Kate Winslet farin að
vinna á ný og er stödd í New York þar
sem tökur fara fram á sjónvarpskvik-
myndinni Mildred Pierce. Leikur Winslet
titilhlutverkið, millistéttarhúsmóður sem
skilur við eiginmann og elur ein upp
börn sín. Eitthvað ætti hún að geta bætt
við hlutverkið úr eigin lífi en Winslett er tvífráskilin og
elur ein upp tvö börn. Serían er byggð á skáldsögu eftir
James M. Cain og var kvikmynd gerð eftir henni árið
1945 og lék Joan Crawford þá titilhlutverkið.
»» Colin Farrell
Colin Farrell segist vera breyttur maður
eftir að hafa farið í meðferð. Nokkuð
er um liðið síðan hann fór í meðferðina
en hann hefur ekki tjáð sig um áfengis-
neyslu sína fyrr en nú. Það var eftir að
hann hafði leikið ( Miami Vice árið 2006
að hann fór að gera sér grein fyrir að
áfengisdrykkjanvar að verða að miklu
vandamáli og man Farrell ekki mikið eftir veru sinni við
gerð myndarinnar. „Ég mætti alltaf, en í fyrsta sinn á
mínum ferli var ekki hægt að nota mig í tvo daga vegna
þess að ég var blindfullur."
»» Cameron Diaz
Nýjasta kvikmynd Cameron Diaz er Knight
and Day, þar sem mótleikari hennar er
Tom Cruise. Um er að ræða mikla hasar-
kvikmynd þar sem hlutur áhættuleikara
er stór og voru sum atriðin hættuleg sem
skildu eftir meiðsl og skrámur á áhættu-
leikurunum. Til að sýna þakklæti sitt gaf
Diaz konunni sem tók áhættuna fyrir
hana í myndinni ferð og uppihald á dýru hóteli í Mexíkó
þar sem hún gat í ró og næði látið sár sín gróa. Knight
and Day verður frumsýnd í lok júní.