Ský - 01.04.2010, Blaðsíða 27
FJÓRIR FRÆKNIR
»» BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON
Bergur Þór Ingólfsson útskrifaðist frá Leiklistarskóla íslands
árið 1995 og var þegar fastráðinn sem leikari við Þjóðleik-
húsið. Flann hafði síðan vistaskipti árið 2000 og flutti sig yfir
í Borgarleikhúsið þar sem hann hefur starfað síðan. Meðal
ótal margra hlutverka sem Bergur leikið eru Sörensen rakari
í Kardemommubænum, Flaukur í Grandavegi 7, Fleródes í
Jesus Christ Superstar, Tarzan í Gretti, FJitler í Mein Kampf og
Dante í Dauðasyndunum.
Fyrir leik sinn í hlutverki skólameistarans í Milljarðamærin
snýr aftur fékk hann Grímuverðlaunin 2009. Bergur hefur
að auki unnið við leikstjórn við verkin Kristnihald undir
jökli, Móglí hjá Borgarleikhúsinu og Florn á höfði hjá GRAL.
Einnig lék Bergur í sjónvarpsþáttunum Stelpurnar og Venna
Páer. Flann hefur getið sér gott orð sem leikskáld og er einn
af stofnendum GRAL þar sem hann hefur skrifað þrjú leikrit
ásamt félögum sínum. Flann hlaut fimm tilnefningar til
Grímuverðlauna á síðasta leikári.
»» ÞÓRHALLUR SVERRISSON
Þórhallur Sverrisson kom eins og ferskur stormsveipur inn í
íslenskt kvikmyndalíf í hlutverki Tóta í íslenska draumnum.
Um er að ræða gamanmynd sem er orðin að klassík sem
fjallar um ungan, íslenskan draumóra- og athafnamann
sem reynir að láta drauma sína rætast - en önnur áhugamál
2010 2. tbl. ský 27
og ekki síst einkamálin gera honum erfitt um vik. Margir
minnast Þórhalls í hlutverki fótboltaaðdáanda í vel heppnaðri
sjónvarpsauglýsingaherferð fyrir nokkrum árum. I þættin-
um Kokkurinn og piparsveinninn, sem sýndur var á Skjá
einum á sínum tíma, bauð Þórhallur föngulegum stúlkum
á stefnumót. Flonum til halds og trausts var Óskar Finnsson
matreiðslumaður og meðal þeirra sem fóru á stefnumót með
Þórhalli voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður,
Ragnheiður Guðnadóttir, fegurðardrottning, og Flelga Braga
Jónsdóttir, leikkona.SKV