Ský - 01.04.2010, Blaðsíða 35

Ský - 01.04.2010, Blaðsíða 35
BOLTINN í í BRENNIDEPLI , BÓKIN ÁFRAM AFRÍKA Nll ER ÞAÐ SVART TEXTI OG MYNDIR: PÁLL STEFÁNSSON LJÓSMYNDABÓKIN ÁFRAM AFRÍKA EFTIR PÁL STEFÁNSSON LJÓSMYNDARA ER KOMIN ÚT HJÁ ÚTGÁFUNNI CRYMOGEU. í BÓKINNI ERU 199 STÓRKOSTLEGAR MYNDIR FRÁ AFRÍKU ÞAR SEM KNATTSPYRNA ER SAMNEFNARINN. Páll Stefánsson. 34 ský 2.tbl. 2010 Er Afríka hættuleg? Já, svo sannarlega, hún er ólæknandi sjúkdómur. Maður verður að komast þangað aftur, aftur og aftur. Töfrar. Er hægt að segja að heimsálfa hafi töfra? Afríka hefur töfra, en það er fyrst og fremst fólkið sem byggir þessa álfu sem töfrar mann, heillar. Glaðværðin, litadýrðin, æðruleysið, fegurðin. f fólkinu og mannlífinu. Ljóslifandi. Eins og í gær. Það eru tæp þrjú ár síðan. Ég var á leið frá Georgetown í Gambíu, bæ sem er 350 kílómetra inn eftir Gambíufljótinu, til Dakar, höfuðborgar Sen- egal. Sá í húminu, út um bílgluggann, það fallegasta sólarlag sem ég hef séð. Rauð jörð, rauður himinn og í rauðu rykinu glitti í útlínur af strákofum; þorpi þar sem allir háðu knattspyrnuleik í síðustu geislum sólarinnar. Gleðin, hláturinn, leikurinn, eitthvað svo fullkomið. Þetta var hin sanna Afríka, ekki sú Afríka sem við heyrum svo mikið af í fréttum; hungursneyðir, enda- lausar styrjaldir og manndráp. Seint um kvöld. Kominn til Dakar, skemmtileg, nútímaleg borg. Höfuðborg Vestur-Afríku. Á koddanum, ég hlustaði á nútímann, umferðargný, hlátur, köll. Og jafnvel fílbeinska sápuóperu úr sjónvarpi handan götunar. Þá kveikti þessi mynd, sem ég sá fyrr um kvöldið, hugmynd að bók um Afríku eins og hún er, með knatt- spyrnu sem samnefnara. Afríka er fótbolti. Svona næstum því. í sumar verður síðan heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu haldin í fyrsta skipti þarna suður frá í Suður-Afríku, góð tímasetning til að klára verkið. Áfram Afríka er hugsuð fyrir allan heiminn. Það koma margir að henni, sér- staklega það fólk sem flækist fyrir á mynd. Formáli er eftir stærstu fótboltastjörnu Afríku, Chelsea leikmanninn Didier Drog- ba. Allar myndirnar eru teknar á Hassel- blad 6x6 filmuvél. Það hentar verkefninu best. Þegar yfir lýkur hafa yfir tuttugu lönd álfunar verið heimsótt. Afríka er hættuleg. í bókinni eru 199 stórkostlegar myndir frá Afríku þar sem knattspyrna er samnefnarinn. W W l»L M W v I PtJS r t||4U 1 '§Á mK |k 3K fWm \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.