Ský - 01.04.2010, Blaðsíða 40
SKÁKLIST
HRÓKURalls
FAGNAÐAR
TEXTI OG MYNDiR ARNAR VALGEIRSSON
60 GRÆNLENSK BÖRN OG UNGLINGAR TEFLDU
DAGLEGA UNDIR HANDLEIÐSLU SENDIBOÐA
HRÓKSINS, ÞEIRRA SVERRIS UNNARSSONAR
OG ARNARS VALGEIRSSONAR, AUK KNUDS
ELIASSEN, KENNARA í SKÓLANUM.
Það var líf og fjör í bænum Ittoqqortoormiit við Scores-
bysund, nyrsta byggða bóli austurstrandar Grænlands
yfir páskana. Þrátt fyrir að vera í páskafríi frá skólanum
sínum lögðu yfir 60 börn og unglingar leið sína þangað
daglega til að tefla undir handleiðslu sendiboða Hróksins, þeirra
Sverris Unnarssonar og Arnars Valgeirssonar, auk Knuds Eliassen,
kennara í skólanum.
Á 70° norðlægðrar breiddar eru veturnir býsna harðir. Ittoqqor-
toormiit, eða staður hinna stóru húsa, er einhver einangraðasti
bær Grænlands, en miklu styttra er til ísafjarðar en næsta bæjar
sem er Kulusuk. Flugfélag íslands flýgur til hins einmanalega
alþjóðaflugvallar, Constable pynt. Þaðan er þyrla um 50 km leið
yfir í bæinn sem telur um 460 íbúa, en þeim hefur farið nokkuð
fækkandi undanfarin ár.
Ekki er mikið um að vera fyrir krakkana í frítíma sínum svo
skákinni er tekið fagnandi, en þetta voru fjórðu páskarnir í röð
sem Hrókurinn sendir leiðangur þangað norður eftir.
í vikulangri ferð fengu þeir Sverrir og Arnar að kynnast ýmsum
veðrabrigðum; bongóblíðu í sól og 0° hita, snjókomu, hvass-
viðri með skafrenningi og fimbulkulda enda fór frostið í -27°
og sleðahundarnir spangóluðu svo undirtók á hinu gaddfreðna
Scoresbysundi, breiðasta sundi heims, þar sem 80 km skilja strönd
að strönd.
40 ský 2.tbl. 2010