Ský - 01.04.2010, Blaðsíða 41

Ský - 01.04.2010, Blaðsíða 41
FJÖLTEFLI VIÐ SEXTÍU UNGMENNI Á SKÍRDAG Sverrir tefldi fjöltefIi við sextíu ungmenni á skírdag og stóðu nokkur þeirra svo í meistaranum að hann bauð fimm jafn- tefli. Var það samstundis handsalað, enda páskaegg í boði fyrir þau sem ekki töpuðu. Eftir stuttar kennslustundir voru haldin styttri mót þar sem þátttakendur sáu sjálfir um niður- röðun á borð og skráningu úrslita. I lok ferðarinnar voru haldin tvö mót, Páskamót Hróksins og Páskamót Tárnet þar sem um 60 tóku þátt í hvort skipti. Þó hart væri barist var gleðin allsráðandi og seint hefði gengið ef Knud Eliassen, heiðursfélagi Hróksins númer 12, hefði ekki séð um skráningu og innslátt. Eftir að allir kepp- endur höfðu verið kallaðir upp og þeim afhentir vinningar, myndaðir í bak og fyrir þannig að öllum liði sem sigurvegur- um, afhenti Knud verðlaunapeninga og bikarinn sem alla dreymdi um að hreppa. í fyrra mótinu sem var aldurskipt fékk bikarinn hann Theodor Napatoq, 14 ára, en Lars Sivert- sen sigraði í eldri flokki. í síðara mótinu sigraði Aqqalu Brönlund og var aldeilis ekki ósáttur með lífið. Sérstaklega var gaman að sjá hve margar stelpur mættu en þær gefa strákunum ekkert eftir. Sikkerninnguaq Lorentzen lærði mannganginn fyrir þremur árum og hefur oftast náð á verðlaunapall eftir það, varð þriðja í fyrra mótinu og fimmta í því síðara. Nokkuð var um að foreldrar kíktu við í skólanum og mættu sendi- boðarnir miklum velvilja hvar sem þeir komu. Var m.a. boðið í mat hjá þeim heiðurshjónum Jaerus Arqe og Nikolinu Arqe- Napatoq, en þau eiga sjö börn sem eru alveg æst í skák. Þar var moskuxi eða sauðnaut á borðum, rostungur og fleira góðmeti. í gráu höllina, gamla og virðulega húsið sem leiðangurs- menn fengu úthlutað, var straumur gesta á öllum aldri. Yngsta fólkið kom prúðbúið að óska gleðilegra páska og athuga hvort nammi leyndist í skápum en þau eldri vildu bara halda áfram taflmennsku. í SAMSTARFI MEÐ KALAK Hrókurinn hefur verið í farsælu samstarfi með KALAK, vinafélagi íslands og Grænlands, vegna ferða undanfarin ár. Leiddi það samstarf af sér að börnum á ellefta ári, frá þorpum a austurstraöndinni, er boðið árlega að koma til íslands og læra að synda í tvær vikur. Búa þau í Kópavogi, ganga þar í skóla og gera ýmislegt í fyrsta sinn á ævinni, svo sem að fara í bíó, á hestbak, á veitingahús eða bara yfirleitt að setjast upp í flugvél! Auk þess að fara í sund að sjálfsögðu. En því verkefni stýrir KALAK af myndarskap og lætur skák- mönnum og -konum eftir að glæða félagslífið í þorpum okkar góðu granna hér rétt fyrir vestan sundið. Án aðstoðar og velvildar væri þetta illmögulegt en Eym- undsson, Actavis, Sandholt, Bónus og Arionbanki sáu til þess að öll börn fengju veglega vinninga í öllum uppákom- um auk þess sem Steingrímur Benediktsson gullsmiður í Vestmannaeyjum gaf verðlaunapeninga á mótin. Flugfélag íslands hefur einnig frá upphafi reynst Hróknum afar vel í ferðum þessum. Bæjarbúar tóku loforð skáktrúboðanna um að komið yrði að sama tíma að ári. Svo sannarlega verður það efnt, enda þarf ekki annað en hugsa til brosandi andlita þessara ótrúlega kraftmiklu ungmenna til að komast í undirbúningsgírinn. Sami staður, sami tími að ári! SKÝ r HRÓKURINN OG Það var árið 2003 sem forseta Hróksins, Hrafni Jökulssyni, flaug í hug að kynna skáklistina fyrir Grænlendingum. Hélt hann með glæsilegan hóp skákfólks til Qaqortoq en síðan hefur félagið einbeitt sér að austurströndinni, þar sem þörfin fyrir tilbreytingu og nýjar áskoranir er meiri. Á þessum árum hafa verið farnar um 20 ferðir í öll þorp austurstrandarinnar og gefin um 800 taflsett. Afrakstur skákvæðingarinnar er skákfélagið Biskupinn eða Löberen í Tasiilaq sem er virkt allt árið með formann Polle Lind í farar- broddi. Skákfélögin Riddarinn í Kulusuk og Hrókurinn (Tárnet) eru ekki eins virk en allt fer á flug þegar von er á Hróksmönnum á svæðið. 20102. tbi. ský 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.