Ský - 01.04.2010, Blaðsíða 30
SA BESTI?
TEXTI: SIGMUNDUR Ó. STEINARSSON MYNDIR ÝMSIR
Sigmundur Ó. Steinarsson íþróttafréttamaður reynir að svara
spurningunni um það hver sé besti knattspyrnumaður sögunnar.
Hann ber þá saman Di Stefano, Pele, Maradona og Messi.
Sigmundur telur að Alfredo Di Stefano sé sá besti frá upphafi.
Það getur enginn knattspyrnu-
maður leitað eftir svarinu;
hver er besti knattspyrnumað-
urinn sem hefur komið fram í
sviðsljósið, með því að segja;
„Spegill, spegill, herm þú mér... hver í heimi
bestur er?“ Sá leikmaður sem gerði það, fengi
ekki svar!
Margir knattspyrnumenn skjótast upp í
hugann, eins og Pele, Alftedo Di Stefano,
Diego Maradona, Ferenc Puskas, Raymond
Kopa, Michel Platini, Denis Law, George
Best, Franz Beckenbauer, Johan Cruyff, Eusebio,
Zinedine Zidane og nú síðast Lionel Andrés
Messi, svo einhverjir snillingar séu nefndir til
sögunnar.
í gegnum tíðina hefur oft verið leitað eftir
svari og reynt að komast að niðurstöðu.
Undirritaður hefur oftar en einu sinni tekið
þátt í „leitinni að besta knattspyrnumanni
heims“ - ásamt samherjum víða um heim.
Fyrst var ég tvístígandi, en fljótlega fór ég
að renna augunum til smábæjarins Barracas í
útjaðri Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu.
Astæðan? Jú, þar fæddist Alfredo di Stefano 4.
júlí 1926 - sonur ítalskra innflytjenda frá Kaprí.
Eg og fjölmargir aðrir telja hann besta
knattspyrnumann sögunnar. Sir Matt Busby,
hinn snjalli knattspyrnustjóri Manchester
United, var spurður í viðtali er hann hætti
sem „stjóri“ 1969 hvaða leikmann hann hefði
helst viljað fá til sín á Old Trafford. Hann var
fljótur að svara: ,AJfredo di Stefano!"
Þetta svar Sir Matts Busby segir meira en
mörg orð, en hann ól upp marga frábæra
knattspyrnumenn. Einn þeirra, Duncan
Edwards, náði aldrei að sýna hvers hann var
megnugur, þar sem hann dó ungur eftir flug-
slys í Múnchen 1958, aðeins 21 árs.
DI STEFANO - HYÍTA ÖRIN
Di Stefano er einn besti, fjölhæfasti og sig-
ursælasti knattspyrnumaður sögunnar. Hann
var 19 ára er hann varð meistari með River
Plate 1945 og meistari og markakóngur
Argentínu 1947, ásamt því að verða Suður-
Ameríkumeistari með liðinu. Di Stefano, sem
var ljóshærður, fékk viðurnefnið „Hvíta
30 ský 2.tbl. 2010