Ský - 01.04.2010, Blaðsíða 50
MÚSÍKTILRAUNIR
SIGURVEGARAR MÚSÍKTILRAUNA:
ÞURFUM AÐ FYLGJA
VELGENGNINNI EFTIR
TEXTI: HRUND HAUKSDÓTTIR MYNDIR: PÁLL KJARTANSSON
með sigur af hólmi í síðustu Músíktilraun-
um en hana skipa Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Ragnar Þórhallsson, Brynjar
Leifsson og Arnar Rósenkranz Hilmarsson. Ský fór á stúfana og hitti bandið í
Vesturbænum þar sem meðlimirnir voru önnum kafnir við að undirbúa fyrsta
grill sumarsins - í kaldri vorsólinni.
Hvernig varð Of Monsters and Men til?
Nanna: „Upphaflega var ég bara ein að syngja og
spila á gítar. Þá kallaði ég mig Songbird og var
hluti afTrúbatrix hópnum sem er hópur stelpna
sem spila og halda tónleika saman með það í huga
að styðja hver aðra í tónlistinni. I fyrrasumar fór
ég síðan hringinn í kringum landið með þeim og
þá kviknaði sú hugmynd að ég myndi fá einhvern
til að spila með mér og í þeim tilgangi hafði ég
samband við vin minn, Brynjar, sem er gítarleik-
ari. Fyrir Airwaves hátíðina kom svo Ragnar
einnig inn í bandið en hann spilar á melodiku og
klukkuspil og syngur.“
Ragnar: „Og þarna vorum við orðin þriggja
manna hljómsveit sem kom í fyrsta sinn fram á
Airwaves. Þar sem áherslurnar hjá okkur breyttust
aðeins fyrir Músíktilraunir, og við vorum farin
að hugsa meira eins og hjómsveit, fannst okkur
tilvalið að bæta við slagverki og komu þá fáir
aðrir til greina en Arnar, en hann er trommari
rokkgrúbbunnar Cliíf Clavin. Hjá okkur er hann
í aðeins öðruvísi hlutverki og spilar á slagverk,
melodiku, klukkuspil og syngur. Það er líka einn
50 ský 2.tbl. 2010
leynimeðlimur í Of Monsters and Men sem aldrei
fær neitt kredit en hefur veitt okkur mikla lukku
síðan hann gekk til liðs við okkur en það er lítið,
krúttlegt stofuborð sem við reynum oftast að hafa
með okkur á sviði.“
Hvernig skilgreinið þið tónlistina ykkar?
Ragnar: „Það getur verið erfitt að skilgreina eigin
tónlist og kannski frekar áheyrenda að dæma
það. Við erum þó fyrst og fremst með áherslu á
„popp/folk“ tónlist. Allt efni sem við flytjum er
frumsamið og textarnir eru á ensku. Textarnir
sem við sömdum í upphafi fjölluðu aðallega um
fólk og mannlífið en núna semjum við um allt frá
sykri í skál til heimsendis!“
Nanna: „Við fengum vegleg verðlaun fyrir að
hreppa fyrsta sætið í Músíktilraunum, eins og
„Nokkrir íslenskir tónlistarmenn hafa náð langt og það smitar
út frá sér; fólk fær þá frekar trú á sjálft sig og sína músík."