Ský - 01.04.2010, Blaðsíða 59

Ský - 01.04.2010, Blaðsíða 59
»» Leonardo DiCaprio Leonardo DiCaprio skortir ekki stóru hlutverkin og nú er hann að undirbúa að leika hinn illræmda fyrrum FBI- foringja, J. Edgar Hoover, í Hoover, sem Clint Eastwood leikstýrir. Handritið skrif- ar Dustin Lance sem fékk óskarsverðlaun fyrir Milk. DiCaprio er ekki fyrsti leikar- inn sem bregður sér í hlutverk Hoovers, áður hafa leikið hann Billy Crudup, Ernest Borgnine, Broderick Crawford og Bob Hoskins. Fleiri þekktar persónur eru á lista hjá DiCaprio. Martin Scorsese er enn að gæla við að gera kvikmynd um fyrrum forseta Bandaríkjanna Teddy Roosevelt og þá er í undirbúningi The Beautiful and the Damned þar sem DiCaprio leikur rithöfundinn F. Scott Fitzgerald. »» Michael Douglas I Eins og kunnugt er mun Michael Douglas I bregða sér aftur í hlutverk fjármálajöfurs- ■rrm- ^7 ■ ins Gordons Gekko í Wall Street: Money I Never Sleeps sem í upphafi myndarinnar | hefur misst æruna. Sjálfur fór Douglas bankahruninu í heiminum og |< i tapaði miklum peningum. Hann ásamt ^WTí M eiginkonu sinni Catherine Zeta Jones eru sögð vera 213 milljón dollara virði og tapaði hann 35-40% af eignum sínum. í kjölfarið losaði hann sig við öll hlutabréf og skuldabréf sem voru í eigu hans, en viðurkennir að hafa haft gaman af því að stunda hlutabréfamarkaðinn. 5ÖGUHORIMIB Mad Men EKKI ER ALLT SEM SÝNIST Einstaka sinnum koma sjónvarpsseríur sem slá í gegn vegna þess að þær eru öðruvísi. Ein slík er Mad Men, sem hefur notið mikilla vinsælda og verið verðlaunuð í bak og fyrir. Búið er að framleiða þrjár seríur og sú fjórða í framleiðslu. Tvær þeirra hafa verið sýndar á Stöð 2 og sú þriðja ervæntanleg. Mad Men geristsnemma á sjöunda áratugn- um innan auglýsingabransans sem var á mikilli uppleið á þessum árum. Karlaveldið er allsráðandi, hroki og sjálfsdýrkun er dyggð og þeir náðu lengst sem best kunnu að Ijúga og blekkja. Dagdrykkja var hluti af vinnunni og reykingar nauðsynlegur fylgifiskur karl- mennskunnar. Viðhorfin eru öðruvísi í dag og það hafa margir velt fyrir sér hvort leikararnir drekki og reyki jafnmikið og persónurnar gera til að vera trúverðugir. Svarið er nei og ef leikaramir drekka og reykja þá gera þeir það utan vinnutímans. Reykingarnar sem voru sjálfsagður hlutur á þessum árum eru ekki til fyrirmyndar í dag og leikarar kannski ekki tilbúnir að fórna heilsunni fyrir listina enda er ekki allt sem sýnist í þeim efnum. Sígaretturnar sem notaðar eru í þáttunum eru sérstaklega gerðar, innihalda herbal og eru lausar við allt tóbak og nikótín. Skoskt viskí er drykkurinn sem allir sannir karlmenn drekka í Mad Men og þeir drekka mikið af skotanum og væru sjálfsagt alltaf blindfullir ef þeir væru með ekta skota í glösunum. Drykkurinn sem þeir drekka er hollari, en hann samanstendur af trönuberjasafa, grapesafa og ístei. MARLON BRANDO REKUR STANLEY KUBRICK Marlon Brando leikstýrði aðeins einni kvikmynd, vestranum One-Eyed Jacks (1961). Mikið gekk á við gerð myndarinnar eins og oft þegar Brando átti hlut að máli. Marlon Brando hafði í gegnum fyrirtæki sitt keypt handritið að skáldsög- unni The Authentic Death of Hendry Jones og réð Rod Serling (The Twilight Zone) til að skrifa handritið. Brando líkaði ekki og henti handritinu og fékk Sam Peckinpah, sem þá var ungur og óreyndur, til að skrifa nýtt handrit. Þetta var árið 1958. Um sama leyti réð Brando ungan og efni- legan leikstjóra, Stanley Kubrick, til að leikstýra myndinni. í tvö ár var Peckinpah að endurskrifa handritið að kröfum Brandos en var loks rekinn. Calder Willingham tók við og var einnig rekinn og loks var það Guy Trosper sem skrifaði loka- handritið ásamt Brando og þá var lítið eftir af skáldsögunni. Ekki gekk samstarfið við Stanley Kubrick betur og t.d. réð Brando mótleikara sína í stærstu hlutverkin án þess að hafa samráð við Kubrick, sem gekk á fund Brandos rétt áður en tökur áttu að hefjast og sagðist ekki vita lengur um hvað þessi kvikmynd væri. Þetta var ekki það sem Brando vildi heyra og fljótlega eftir þessa uppákomu rak hann Kubrick og setti sjálfan sig í leikstjórasætið. Þessi brottrekstur var lán í óláni fyrir Stanley Kubrick því nú fékk hann tækifæri til að leikstýra Spartacus þar sem upprunalegi leik- stjórinn Anthony Mann hafði verið rekinn. Þrátt fyrir allt fékk One Eyed Jacks fínar viðtökur hjá gagnrýnendum en ekki mikla aðsókn. SKÝ Marlon Brando í hlutverki Rios í One Eyed Jacks ásamt mexíkósku leikkonunni Pina Pellicer, en hún framdi sjálfsmorð þremur árum eftir frumsýningu myndarinnar, aðeins 30 ára gömul. 2010 2. tbl. ský 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.