Ský - 01.04.2010, Blaðsíða 38
KYNNING / VÍS
SLYS GETA
BREYTT FRAMTÍÐ OKKAR
- EN FORVARNIR GETA KOMIÐ í VEG FYRIR SLYSIN.
VÍS var fyrst tryggingafélaga á íslandi til þess að ráða sérstakan forvarnafulltrúa sem eingöngu vinnur á sviði for-
varna og öryggismála. Nú í dag er markmiðið að allir starfsmenn fyrirtækisins séu forvarnarfulltrúar en tveir starfs-
menn vinna eingöngu á því sviði. Annar þeirra er Sigrún fl. Þorsteinsdóttir, sem sinnir einstaklingsforvörnum, en
hún segir að forvarnir hafi þann tilgang að fækka slysum og tjónum meðal viðskiptavina VÍS og í samfélaginu í heild:
LYKILATRIÐI AÐ UNDIRBÚA HVERT FERÐALAG VEL
„Mikilvægt er að leggja áherslu á innbrotavarnir á heimilinu, ekki
síst í dag þar sem innbrotum hefur fjölgað mikið. Á sumrin, þegar
aðstæður eru bestar í umferðinni, fjölgar banaslysum yfirleitt en
þá er almenningur mikið á faraldsfæti og margir erlendir ferða-
menn „nýir" í umferðinni. Mjög mikilvægt er að huga að réttum
öryggisbúnaði allra sem í bílnum eru og aka miðað við aðstæður,
þó aldrei yfir hámarkshraða, og festa allan farangur sem inni í bíln-
um er. Það er lykilatriði að undirbúa hvert ferðalag vel - hvort sem
ferðast er innanlands eða erlendis. Best er að gera ferðaáætlun,
fylgjast með veðurspá og kynna sér vel svæðið sem fara á um.
Sérstaklega skyldi hyggja að börnunum því þau þekkja ekki hætt-
ur í nýju umhverfi eins og þeir sem eldri eru.
„Eitt af því sem hefur mikið að segja er að einstakl-
ingum finnist þeim vera svo ósnertanlegir, finnst
eins og ekkert geti komið fyrir þá.
En þannig er það ekki."
FORVARNIR EIGAAÐ VERA HLUTI AF LÍFINU
„Á heimasíðu VÍS er að finna margvíslegar upplýsingar um forvarn-
ir auk þess sem hægt er að hafa samband við okkur símleiðis eða
með tölvupósti. Það er ávallt leitast við að leysa úr fyrirspurnum
einstaklinga sem leita til fyrirtækisins.
Einstaklingum finnst þeir vera svo ósnertanlegir, finnst eins og
ekkert geti komið fyrir þá. En þannig er það auðvitað ekki og
áríðandi er að hver og einn horfi gagnrýnum augum á sig og um-
hverfi sitt og láti forvarnir vera hluta af sínu lífi, hvort sem um er
að ræða á heimilinu, í umferðinni, vinnunni eða í frístundum. Það
skilar sér margfalt til baka."
38 Ský 2.tbl. 2010