Ský - 01.04.2010, Blaðsíða 46
BRETLAND
„I þriðja sinn var kosið og nú milli þeirra tveggja, Camerons og Davis.
Cameron sigraði með tveimur þriðju atkvæða þingfulltrúa."
STUNDUM FRJÁLSLYNDUR
I mörgum öðrum málum er hann talinn til
hins hófsamari arms flokksins. Hann var í
hópi þeirra uppreisnarmanna innan flokks
sem vildu að hommar, lesbíur og ógift fólk
fengi að ættleiða börn. Forysta flokksins var á
móti slíkri lausung þegar um málið voru greidd
atkvæði árið 2002. Cameron sat hjá eins og
margir aðrir ungir íhaldsmenn og tryggði
þannig nýmælunum framgöngu.
Fréttaskýrendur hafa þannig reynt að stað-
setja Cameron út frá því hvernig hann hefur
greitt atkvæði í einstökum málum. Eins
og sannur íhaldsmaður er hann fylgjandi
refaveiðum með hundum. Hann vill ekki láta
banna reykingar á veitingastöðum og hann
var í fyrstu á móti stríðinu í Irak en skipti um
skoðun.
Cameron hefur fylgt ýmsum félagslegum
umbótum. Hann sagði að Gordon Brown
væri farartálmi á leið til framfara og gerði
mikið úr því að Brown væri gamaldags og
úreltur. A móti er sagt að Cameron tilheyri
„strákaklúbbi yfirstéttarpilta" og sambands-
laus við alþýðu manna. Hann er fæddur með
silfurskeið í munni.
STAL SENUNNI
I október 2005 komu íhaldsmenn saman til
landsfundar að velja nýjan leiðtoga eftir kosn-
ingaósigurinn um vorið. Cameron tilkynnti
um framboð sitt en var ekki talinn meðal
líklegustu manna. Þegar á landsfund kom
hélt hann innblásna framboðsræðu, blaða-
laust. Hann talaði um að flokksmenn ættu á
ný að verða stoltir af því að vera íhaldsmenn
og að hann ætlaði að kalla heila nýja kynslóð
til verka.
Var það ný leiðtogi með hugsjónir sem
þarna talaði? Flokksmenn spurðu sig þessarar
spurningar og þegar kom að fyrstu umferð
kjörs um leiðtogaembættið náði Cameron
öðru sæti og mun meira fylgi en spáð var.
Efstur varð David Davis en með minna
forskoti en haldið var fyrir fund. Aðrir fram-
bjóðendur fengu minna fylgi. Nú var enn
kosið milli þriggja efstu og náði þá Cameron
forystunni af Davis. I þriðja sinn var kosið og
nú milli þeirra tveggja, Camerons og Davis.
Cameron sigarði með tveimur þriðju atkvæða
þingfulltrúa.
Á EFTIR AÐ SANNA SIG
Stjórnmálaskýrendur sögðu að ræður fram-
bjóðenda á fundinum hefðu ráðið úrslitum.
Cameron var leiftrandi og snjall í sínu máli en
Davis ekki. íhaldsmenn féllu fýrir slagorðinu
um að vera stoltur af íhaldsmennskunni. Samt
er alltaf svolítill efi að baki hrifningunni: Hvar
höfúm við Cameron? Hvað vill hann?
Eitt dæmi um meinta tvöfeldni Camerons
er að hann hjólar oft til vinnu enda umhugað
um umhverfisvernd. Á eftir hjólinu fylgir
hins vegar bíll með bílstjóra og föggum
leiðtogans. Loftmengun vegna þessara fólks-
flutninga er því hin sama og ef Cameron sæti
sjálfur í bílnum. Oprúttnir náungar hafa og
stolið reiðhjóli Camerons oftar en einu sinni
við mikla athygli fjölmiðla.
Andstæðingarnir í Verkamannaflokknum
nýta sér þetta. Þeir kalla hann kamelljón,
sem skipti litum eftir umhverfinu. Andstæð-
ingunum til mikillar gleði mun vera staðfest
að á flokksfundi árið 2006 skipti Cameron
um jakkaföt fjórum sinnum á fáum klukku-
stundum.
í FÓTSPOR OBAMA
Það er líka sagt að hann minni óþægilega
á sjálfan Tony Blair við upphaf síns ferils.
Gamlir og súrir íhaldsmenn segja að báðir
séu tækifærissinnar. En það gerir ekkert
til því þeir kjósa alltaf flokk sinn og kusu
hann nú. Hitt var spurning hvort Cameron
næði til ungs fólks eins. Það tókst honum
að nokkru þótt hann yrði að deila fylgi með
núverandi samherja sínum og varaforsætis-
ráðherra, Nick Clegg. Á þessu ultu kosning-
arnar.
Slagorð flokksins fýrir kosningar þóttu ekki
heldur benda til að Cameron ætlaði að snúa
sér að hefðbundinni íhaldsmennsku:
„Call for Change“ eða „Year for Change“
- krafa um breytingar, ár breytinga — þykja
minna óþægilega mikið á kosningabaráttu
Baracks Obama Bandaríkjaforseta. Sömu
almannatenglar unnu og fýrir Cameron nú
og unnu fýrir Obama í fýrra.
Obama hefur auðvitað haft mikil áhrif á
stjórnmálamenn um allan heim — en hentar
fordæmi hans breskum íhaldsmanni? Það
mun koma í ljós á kjörtímabilinu.
MISSTI BARN
Eiginkona Camerons er Samantha Gwendol-
ine Sheffield og er af aðalsættum. Þau gengu
í það heilaga 1. júní árið 1996.
Þau hafa eignast þrjú börn en það elsta,
sonurinn Ivan Reginald Ian, sem fæddist 8.
apríl árið 2002, komst aldrei til þroska og
lést 25. febrúar í fýrra. Hann hafði svokallað
Ohtahara-heilkenni. Það er sjaldgæfur sjúk-
dómur sem veldur taugalömun og flogum.
Hin börnin eru Nancy Gwen, fædd 2004,
og Arthur Elwen, fæddur 2006. Samantha er
nú ófrísk að fjórða barni þeirra hjóna.
Samantha Cameron er þekkt kona í
Bretlandi og einn kunnasti tískuhönnuður
þarlendur og leggur einnig stund á innanhússa-
rkitektúr. Og hún er sannlega yfirstéttarkona,
alin upp á sveitasetri í Jórvíkurskíri með
baróna og vísigreifa í öllum ættum.
Samantha rekur sitt eigið hönnunarverkstæði
í Lundúnum og vann nýverið til hönnunar-
verðlauna British Glamour Magazine.
Kvonfangið ýtir vissulega undir yfirstéttar-
ímynd fjölskyldunnar. Cameron reynir þó að
koma fram sem nútímalegur og alþýðlegur
maður. Hann hefur farið í feðraorlof og
dóttirin er byrjuð í opinberum skóla - ekki
einkaskóla eins og foreldrarnir. Hann er
mjúkur íhaldsmaður og enginn járnkarl. SKV