Úrval - 01.10.1944, Page 3
■Ml. 5
TlMARITSGREINA I SAMÞJÖPPUÐU FORMI
3. ÁRGANGUR •:> REYKJAVÍK •:> SEPT.—OKT, 1944
FÁNINN
Ræða flutt að Álafossi 9. júní 1929,
af dr. Guðm. Finnbogasyni.
J)AÐ kemur stundum fyrir
mig og aðra, sem eru þannig
settir í þjóðfélagmu, að þeir
hafa engin völd til að gera að
lögum eða framkværna þær
Dr. Guðmundur Finnbogason tók
saman í bók 52 ræður, er hann hafði
haldið á ýmsum tímum og við ýmis
tækifæri, um hin margvíslegustu efni.
Bók þessa nefndi hann „Mannfagn-
aður“ og gaf Isafoldarprentsmiðja
hana út árið 1937. — Ræða sú um
fánann, er hér birtist, er tekin úr
þessari bók. Þótt liðin séu full
fimmtán ár síðan ræðan var flutt, á
efni hennar eigi síður erindi til lands-
manna nú en þá. Guðmundur Finn-
bogason var með afbrigðum mál-
snjall og góður ræðumaður, og er
oft jafn gaman að lesa ræður slíkra
manna eins og að hlusta á þær.
hugsjónir, er fyrir þeim vaka,
að þeir spyrja sjálfa sig, til
til hvers það sé að vera að
koma fram með hinar og þess-
ar tillögur í ræðu og riti, þar
sem flestar þeirra séu að engu
hafðar af almenningi eða þeim,
sem ráða málum þjóðarinnar?
Það sé jafn tilgangslaust og að
reka út úr sér tunguna eða tala
við sjálfan sig. En í hvert sinn,
sem eg sé fánann okkar blakta
í blænum, er eins og lifni yfir
trú minni á mátt orðsins og
voninni um að eitthvað gott
kunni af því að leiða að láta í
Ijós það, sem fyrir manni vakir.
Eg minnist þá þess, þegar
Stúdentafé’agið í nóvember-
mánuði 1906 sendi út áskerun