Úrval - 01.10.1944, Page 7
Hvaða áhrif hefir styrjöldin
á samgöngur eftir stríð?
Fa rartœki framtíðarinnar.
Grein úr „The Atlantic Monthly",
eftir W. T. Piper.
\lí ÉR blandast ekki hugur um
að flugvélar munu í fram-
tíðinni gjörbreyta högum manna
og háttum hér á jörðu. Áætlun-
arflugvélar munu umturna
skipulagi vörudreifingar og
markaða. Einkafiugvéiar munu
breyta högum og háttum ein-
staklinga. Sameiginlega munu
þessi farartæki leggja undir
mannkynið ónumin lönd ófyrir-
sjáanlegra möguieika.
Að minni hyggju mun
sá hraði í samgöngum og
samskiptum, sem flugferðir, út-
varp og sjónvarp hafa skapað,
leiða til allsherjar stjórn-
kerfisbreytinga í veröldinni.
Þegar menn fara að komast um-
hverfis hnöttinn á svo til sama
tíma og langafar þeirra þurftu
til að ferðast um hérað sitt,
verða stjórnarformsbreytingar
óhjákvæmilegar.
Misskilningur almennings á
framtíð flugtækninnar stafar
einkum af rangri hugmynd um
það, hversu bráðlega megi
vænta þessara breytinga.
Þær verða ekki í einni svipan.
Til þess skortir mannsandann
þanþol. Of snöggar breytingar
myndu raska hinu fjölþætta
skipulagi á lífsháttum nútíðar-
rnanna og verða fremur til tjóns
en gagns.
Það er og almennur mis-
skilningur að flugvélaiðnaður-
inn sé að vöxtum sambærilegur
við bifreiðaiðnaðinn. Svo er
ekki. Að vísu hefir hlaupið
ákafur vöxtur í flugvélaiðnað-
inn vegna styrjaldarinnar, en
hann helzt aðeins um stundar
sakir. Ýmsum getum hefir verið
leitt að væntanlegu framleiðslu-
magni á friðartímum. Nýir
málmblendingar, ný efni og
orkuríkara eldsneyti kynni að;
orsaka ófyrirsjáanlegar breyt-
ingar á gerð og verði. En eitt
er víst: framboð mun ekki fara