Úrval - 01.10.1944, Page 9
FARARTÆKI FRAMTlÐARINNAR
7
véla munu her og floti þurfa til
landvarna. Þær, sem aflögu
verða, yrðu of dýrar og þungar
í vöfum.
Margir eru þeirrar trúar, að
„helicopter" flugvélar verði al-
gengar til einstaklingsnota eftir
stríð.
Imyndunarafl rnanna hefir
komizt á flugstig við að heyra
um getu þeirra til að stöðva sig
á flugi líkt og kría, fljúga aftur
á bak og lenda á litlum bletti.
En fram að þessu hafa aðeins
fáar slíkar flugvélar verið smíð-
aðar og enn þarf að leysa ýms
vandamál áður en þær geti orð-
ið öruggar og hagkvæmar fyrir
almenning.
Flugvélar má nota til margs
m. a. til þess að eyða skaðleg-
um skordýrum á ökrum, flytja
vandgeymdan varning á mark-
að — egg eða blóm, til mynda-
töku, auglýsinga, björgunar-
starfsemi o. s. frv.
Þau hernaðamot, sem höfð
eru af þeirri gerð flugvéla, sem
nefnist ,,engispretta,“ gefa
glögga hugmynd um, hversu
margvíslega megi hagnýta flug-
vélar eftir stríð.
Þessar flugvélar eru notaðar
til sjúkraflutninga í lofti. Þegar
ekki er unnt að veita særðum
manni nægilega aðhlynningu
á staðnum, kemur slík flugvél
á vettvang, lendir þar sem
stærri flugvél hefði ekki svig-
rúm, tekur við sjúklingnum í
þægilega sjúkrakörfu og flýgur
síðan með hann til næstu
sjúkrastöðva.
Sem vængjaðir sendiboðar
eru þær einnig látnar fljúga með
þýðingarmikil landabréf, skjöl
og starfslið milli aðalbæki-
stöðva og vígvallanna.
Þær eru nefndar „augu stór-
skotaliðsins." Nafnið „engi-
sprettur“ hafa þær fengið af
því, hvemig þær skjótast meðal
hæða og trjástofna til að leið-
beina stórskotaliðinu. Vegna
þess, hve vel þessar flugvélar
láta að stjórn, og eru léttar í
vöfum, geta þær orðið ti! margra
hluta nytsamlegar í daglegu lífi,
Þær má nota til póst- og sjúkra-
flutninga og í ýmsum áríðandi
erindagjörðum. Ef til vill munu
þær skapa fólki skilyrði til að
lifa í hollu umhverfi upp í sveit,
og til þess að ala upp börn
sín í sólríkri, kyrrlátri nátt-
úru. Þá ættu þær einnig að koma
að miklu gagni við löggæzlu og
hvers konar eftirlit.
Sé kostur nægilega margra
lengindastaða, þá eru þessar