Úrval - 01.10.1944, Side 11
FARARTÆKI FRAMTlÐARINNAR
9
hann að ganga undir strangar
prófanir á hæfni til að stjórna
flugvél við öll hugsanleg skil-
yrði. Þeim, sem lært hafa að
fljúga, er það miklu minna
erfiði en að stýra bíl. Ekki þarf
að hafa stöðugar gætur á
köttum, hundum, bömum, ljós-
um ogumferðarmerkjum.Hend-
ur og fætur hvíla léttilega á
stýrisbúnaðinum. Öðru hverju
er gætt á landabréfið til að
ganga úr skugga um að haldið
sé réttri stefnu, og fylgst með
mælitækjunum, til fullvissu um,
að gangur vélar sé eðlilegur.
Þess á milli getur maður hallazt
aftur í sætinu öruggur og
áhyggjulaus. Enginn, sem ekki
hefir reynt, getur gjört sér í
hugarlund, hvernig flugmanni
er innan brjósts, þegar hann
svífur um loftið á sólheiðum
morgni, frjáls eins og fugl.
Qoolidge Bandaríkjaforseti hafði hoðið vini sínum einum til mið-
degisverðar i Hvítahúsinu í Washington. Að máltíð lokinni fór
hann með vin sinn í annað herbergi þar sem geysistórt málverk
af fórsetanum hékk á einum veggnum.
Manninum fannst málverkið afskaplegt. En þar sem hann
vildi ekki móðga gestgjafa sinn, lét hann sér nægja að horfa á
málverkið alllanga stund án þess að mæla orð frá vörum. Auð-
vitað sagði forsetinn ekkert heldur.
En um leið og þeir gengu út úr herberginu varð forseta að
orði:
„Æjá, það finnst mér líka.“ _ Milwaukee JournaL
JJJÓNIN voru á dansleik. Allt í einu veitti konan því eftir-
tekt, að það var saumspretta á annari buxnaskálm bóndans.
Hún fór með hann inn í mannlaust hliðarherbergi og lét hann
fara úr brókunum, tók upp nál og tvinna úr tösku sinni og
byrjaði að rippa saman rifuna. Allt í einu héyrðu þau að fólk
var að koma að herbergisdyrunum. „Flýttu þér!“ sagði konan.
„Farðu inn í skápinn þarna, meðan ég er að losna við fólkið."
Og bóndinn hvarf inn um dyrnar og lokaði á eftir sér. En i
næstu andránni heyrðist hann hrópa: „Opnaðu! Opnaðu! Ég er
i danssalnum." TT , TT ., ,,
„Humour and Humamty .
2