Úrval - 01.10.1944, Síða 14
12
ÚRVAL
Eitt sinn gerðu nokkrir vís-
índamenn tilraunir með 800
manna; sumir voru reykinga-
menn, aðrir ekki. Hjartsláttar-
línurit voru notuð til að leiða í
Ijós líkur fyrir kransæðasjúk-
dómi á byrjunarstigi.
Óeðlileg línurit voru 150%
tíðari hjá reykingamönnunum
en hinum. Enginn af þeim, sem
athugaðir voru, hafði nein ein-
kenni hjartasjúkdóms.
Þar sem um slíkar veilur var
að ræða, voru þær ekki komnar
á það stig að orsaka þrautir við
áreynslu.
Af þessu virðist heimilt að
álykta, að reykingar hafi
óheppileg áhrif á kransæða-
blóðrás hjartans.
Yfirleitt eru allir læknar nú
orðið á einu máli um, að menn
með kransæðasjúkdóma, verði
að hætta reykingum, ef þeirhafa
verið undir þá sök seldir. Skyn-
samur maður hættir áður en
hann verður sjúkdómsins var.
Reykingar orsaka ertingu á
slímhimnum magans, sem leiðir
til aukinnar sýrumyndunar.
Þeir, sem hafa sár á maga eða
skeifugöm, ættu aldrei að
reykja. Þeir sem þjást af
slímhúðarbólgu í nefi eða hálsi
ættu heldur ekki að reykja.
Eitt af því sem flestir, er
hætta að reykja, verða varir
við, er ný vellíðunarkennd, sem
þeir hafa ekki fundið á meðan
þeir reyktu. Margir gamalgrón-
ir reykingamenn, sem af ein-
hverjum ástæðum hafa orðið
að hætta reykingum, hafa tjáð
í hrifnlngu, að þeir væru eins
og nýir menn.
Við rannsóknir á 2000 manns,
þar sem sumir voru reykinga-
menn, aðrir ekki — kom í ljós
margt fróðlegt:
Reykingamenn kvörtuðu und-
an hósta 300% oftar en hinir.
Reykingamenn kvörtuðu und-
an óþægindum í nefi og hálsi
167% oftar en hinir. Reykinga-
menn kvörtuðu um mikinn
hjartslátt 50% oftar, verk fyr-
ir hjarta 73% oftar, and-
þrengsli 140% oftar, brjóst-
sviða 100% oftar, og tauga-
slappleika 76% oftar en þeir,
sem ekki reyktu.
Af þessum tölum er augljóst,
að reykingar hafa skaðleg
áhrif á heilsuna.
Aðrar rannsóknir voru gerð-
ar á 139 mönnum, — sem hætt
höfðu reykngum, — til að kom-
ast að raun um, hvers vegna
menn legðu þær niður. í 25%
tilfella var það vegna þess, að