Úrval - 01.10.1944, Side 16
Ný, einföld en góð aðlerö til þess
að Hfga menn úr dauðadái.
Lífgun cfrukknaðra.
Grein úr „Magazine Digest“,
eftir Matt Rartley Smith.
ri IBBONS herlæknir hafði
margsinnis séð hverju
þýzk tundurskeyti geta áorkað.
Hvað eftir annað höfðu herskip
svarað neyðarmerkjum frá
sökkvandi kaupförum, en ekki
komizt á vettvang fyrr en skip-
in voru sokkin. Hvað eftir ann-
að höfðu björgunarsveitir
dregið hálfdrukknaða menn
upp úr köldu Atlantshafinu og
samstundis hafið lífgunartil-
raunir.
Þessir björgunarliðsmenn sjó-
hersins voru leiknir í list sinni
eftir áralanga undirbúnings-
þjálfun á friðartímum, og þeir
notuðu algengustu aðferðina —
lífgunaraðferð Schaefers. En
Gibbons sá, hvem árangur hún
bar og sendi starfsbræðrum
sínum aðvörun.
Hann taldi Schaefersaðferð-
ina ekki geta bjargað lífi
þeirra, sem væru að dauða
komnir af drukknun. Honum
virtist brjóst þeirra slyttisleg,
og fékk ekki séð að mögulegt
væri að fá loft í lungun með
því að þrýsta á rifin nálægt
mjóhryggnum eins og Schaefer
mælir fyrir um.
Það er nú ár síðan Gibbons
kvað upp þennan dóm yfir hefð-
bundnum hugmyndum um lífg-
un úr dauðadái, svo að trú
læknavísindanna á óskeikulleika
Schaefersaðferðarinnar riðaði
á grunni. Nú hefir sjóherinn
tekið upp nýja lífgunaraðferð,
sem er byggð á mánaðalöngum
rannsóknum, aðferð, sem í raun
og sannleika getur bjargað frá
dauða. Hún er svo furðulega
einföld, að menn undrast ósjálf-
rátt, að engum skyldi hug-
kvæmast hún fyrr.
Og vegna þess, að hver mað-
ur getur lært hana á fáeinum
mínútum, mun hún efalaust
ryðja sér til rúms.
1 stuttu máli sagt er hún
flógin í því, að láta sjúklinginn
liggja á grúfu og vagga honum