Úrval - 01.10.1944, Side 20
Gift fyrir guði —
Saga eftir John Cheever.
I/ VÖLD eitt um haustið
ákvað Dick að aka út
í sumarbústaðahverfið við
vatnið, til þess að sækja
fötin, sem hann hafði skilið eft-
ir um vorið. Hann gerði það ekki
vegna þess að hann þyrfti fat-
anna með. Hann gat ekki unnt
konunni sinni þeirrar ánægju
að gefa þau Hjálpræðishernum.
Hann tók Ellen með sér, af því
að hann langaði til að sýna
henni staðinn og af því að hann
átti erfitt með að vera burtu
frá henni svo mikið sem tvo
daga. Á leiðinni út úr borginni
fóru þau framhjá húsinu, þar
sem Esther, kona Dick, bjó;
hann horfði beint framundan
sér, ens og hann byggist við, að
hún væri að gæta að honum út
um glugga eða á gægjum á
gangstéttinni. „Heldurðu að
mamma þín verði við vatnið?“
spurði Ellen glaðlega. Hann
sagðist ekki vita það, ekki bú-
ast við því. Hann var búinn að
ganga úr skugga um það, að
móðir hans og systir höfðu
gengið frá húsinu og voru fam-
ar burtu, áður en honum datt í
hug að hef ja þessa ferð.
„Mig langar til að hittæ
hana,“ sagði Ellen dapurlega.
„Þú færð það.“
„Þú frestar því alltaf . . .“.
Tónninn í orðum hennar átti að
minna hann á þær ónáttúrlegu
hömlur, sem hann hafði lagt á
líf hennar og þau störf, sem hún
hafði orðið að hætta við hans
vegna. Hún var ung stúlka og
æska hennar og blómlegt útlit
og það, hve hún skildi hann vel,
hafði gert hann hamingju-
samari en hann hafði nokkurn-
tíma áður verið.
Þau höfðu lagt seint af stað.
Það var orðið dimmt og þau
voru köld og svöng, þegar þau
komu að Glensfossum, svo að
þau dvöldu þar á hóteli um
nóttina. Fyrir hádegisverð fékk
Dick sér tvo af þeim þrem
drykkjum, sem Ellen leyfði
honum að drekka á hverjum
degi. Hún var ánægð með þetta,
en ákveðin í því og hann var