Úrval - 01.10.1944, Side 22
20
ÚRVAL
gimsteinahring frá Miami.
Walter Winchell sagði frá því
í blaðinu . .
Dick hafði oft heyrt talað
um Bert, en hann lét hana tala
í friði, svo að hann gæti beint
allri athygli sinni að veginum.
„Til sölu“ stóð á mörgum
stærstu húsunum. Það var
ekkert nýtt. Húsin voru öll
lokuð. Gamall maður var að
klippa tré í einum garðinum.
Gluggarnir á klúbbnum voru
opnir, en ráðsmaðurinn og kona
hans voru einu manneskjurnar,
sem áttu að vera þar um vetur-
inn. Það var komin haustblær
á grundimar og netin höfðu
verið tekin af tennisvöllunum.
Vegurinn upp að sumarbústað
Dicks var þakinn visnuðum lauf-
um. Hlerar voru fyrir öllum
gluggum hússins og visnuð
laufblöð lágu á stéttinni og
tröppunum og í hrúgu fyrir
framan bílskúrinn. Dick stöðv-
aði bifreiðina og fór út úr
henni og kallaði ,,halló“ nokkr-
um sinnum til þess að vita,
hvort nokkur væri í námunda.
Veikt bergmál barst handan
yfir vatnið, en ekkert svar.
,,Ó hvað hér er fallegt", sagði
Ellen, „en ef ég væri í þínum
sporum, þá mundi ég taka í
burtu eitthvað af þessum setr-
usviði. Það fylgir honum sorg-
arblær. Hann minnir mig á
grafreiti”.
Þau gengu frá bílnum heim
að húsinu. Á gluggahlerana
var fest tilkynning frá trygg-
ingarfélagi um að hver sá sem
færi inn í húsið yrðf tekinn
fastur. Dick hafði lykil að
bakdyrunum. Hann tók tjöldin
frá og opnaði glugga til að
hleypa inn lofti. „Þetta er búr
kjallarameistarans", sagði hann.
„Hefir þú kjallarameistara?“
„Nei“, sagði Dick. Hann opn-
aði dyr og benti Ellen að ganga
á undan. „Þetta er borðstofan“,
sagði hann. „Héðan er dásam-
legt útsýni, þegar hlerarnir eru
ekki fyrir. Það er moskusuxi
yfir arninum“.
Það var dimmt í herbergjun-
um og þungt loft. Dick varð að
kveikja á eldspýtu, svo að þau
sæu til að fara upp stigann.
Húsgögnin voru minjagripir
hans og annara, sem hann
hafði fengið frá ættingjum og
vinum og brúðkaupsgjafir til
þeirra hjónanna. Fötin hans
héngu enn í skápnum í svefn-
herberginu. Skóna fann hann
líka. Með aðstoð Ellenar bar
hann þetta allt út í bílinn.