Úrval - 01.10.1944, Page 30
28
0RVAL
til að gefa efnislegar afleiðing-
ar. „Leiði,“ segja menn, „er
andlegt ástand og getur því ekki
orsakað líkamlega vanlíðan."
Ekki það? Leiði á heimilis-
störfum hefir gert konur blind-
ar, leiði á eiginnmanninum hefir
gert þær að aumingjum, leiði á
tengdamóður hefir lamað þær.
Slík súkdómstilfelli eru skráð
í spjaldskrám allra sálsýkis-
fræðinga.
Ekkert er einfaldara eða al-
gengara en að breyta andlegum
þjáningum í líkamlegar. Vér
gerum það öll og það daglega.
Líkamleg þreyta er einfaldasta
og algengasta form andlegrar
vanlíðanar. .
Það, sem vér köllum þreytu,
er ekki eitt — heldur margt.
Hjá sumum kann það að lýsa
sér í almennri deyfð og van-
mætti til að hugsa skýrt. Hjá
öðrum er það höfuðverkur,
verkir í útlimum, tregða að
koma sér að því, sem þeir vildu
gera, sljóleiki, metnaðarleysi,
geðstirfni, vanstilling skaps-
muna, grátur, svefnleysi og
þannig mætti lengi telja.
Að sjálfsögðu er til líkamleg
þreyta, sem orsakast af líkam-
legri áreynslu.Þessháttarþreyta
getur ekki safnazt fyrir. Hún
flyzt ekki yfir á næsta dag eða
næstu viku, ef maður nýtur
nægilegs fæðis og hvíldar.
En svo er einnig til líkamleg
þreyta, sem stafar frá sjúkdóm-
um, vaneldi, óreglu o. s. frv.
Þessi þreyta endist meðan or-
sakirnar vara.
Hin fyrrnefnda tegund
líkamlegrar þreytu er eðlileg,,
hin síðamefnda sjúkleg. Hin
fyrrnefnda læknast við hæfilega
hvíld, og annars gerist ekki
þörf, nema maður sé uppgefinn
eftir líkamlega ofreynslu. Sú
síðari læknast ekki með hvíld
— heldur að eins með því, að
endurheimta fulla heilsu.
Loks er sú þreyta, sem hefir
öll einkenni líkamlegrar þreytu,
en er af sálrænum rótum runn-
in. Hún stafar ekki af of-
reynslu, heldur sálrænum orsök-
um svo sem leiða.
Þessi tegund þreytu getur
verið langvarandi og er þá
einnig sjúkleg og læknast ekki
með hvíld. Það eru auðkenni
þessarar þreytu að mönnum
finnst, að þeir hvílist aldrei til
fulls.
Nú getum vér tekið fyrir
spurninguna: Hvaða sálrænh’
gjörendur, auk leiðans, orsaka
þreytu?