Úrval - 01.10.1944, Page 39
HUNDAR VlSA BLINDUM VEG
37
starfseminnar, þegar þar að
kemur.
Frá miðstöðinni í Wallasey
og frá Leamington Spa hafa
farið mörg „sameyki" hunda og
blindra manna bæði til Liver-
pool og þar í grennd og til
fjölda bæja og borga víðsvegar
í Englandi og út um allar sveit-
ir. Menn litu þetta fyrst í stað
nokkrum vantrúaraugum, en
þó með forvitni og eftirvænt-
ingu. En áhuginn óx og vantrú-
in hvarf, því nánar sem menn
kyntust þessum förunautum.
Vantrúarmennirnir skiptu um
skoðun, þegar þeir sáu að hér
var um. meira að ræða en duttl-
unga tóma eða einberan hé-
góma, heldur voru þessir leið-
söguhundar til hins mesta gagns
og andlegrar uppörfunar hinum
sjónlausu rnönnum. Fjórði hluti
þeirra manna, sem nutu hund-
fylgdar eru annaðhvort fæddir
blindir eða hafa misst sjónina
á unga aldri; það er gaman að
veita því athygli að þessum
mönnum gengur ekki miður að
notfæra sér þessa aðstoð, og
stundum jafnvel betur, en þeim
sem misst hafa sjónina full-
orðnir.
Gagn það sem blindir menn
hafa af þessari hundaleiðsögn
er auðvitað misjafnlega mikið
eftir skapgerð þeirra sem hlut
eiga að máli. Blindir menn með
athafna- og æfintýraþrá geta
náð svo góðum árangri að nærri
stappar að þeir séu hlutgengir
sem sjáandi menn. En þeir sem
ekki eru gefnir fyrir tilrauna-
starfsemi og láta sér nægja að
hjakka í sama farinu, ná aldrei
fullum árangri af hundfylgd-
inni.
• 4» •
QESTIR eru okkur allt af til ánægju og gleði. Sumir þegar
þeir koma, aðrir þegar þeir fara.
QRENGURINN spurði föður sinn hvers konar maður skrif-
stofustjóri væri. „Sonur minn,“ svaraði faðirinn, „skrifstofu-
stjóri er maður, sem kemur á skrifstofuna á unclan pabha þinum,
þegar hann mætir of seint, en kemur seint þegar pabbi mætir
snemma."