Úrval - 01.10.1944, Qupperneq 60
58
tJRVAL
sjávarbotn og aftur til baka
sem bergmál.
Þessu er þannig til hagað,
að lýsandi vísir bendir á þann
depil á mælinum sem svarar til
dýptarinnar. Haldi skip, sem er
á ferð, sífellt áfram að mæla
dýpið með bergmálsmælinum,
þá hafa skipsmenn í rauninni
mynd af sjávarbotninum undir
skipinu, alltaf fyrir augum
sér á siglingunni.
Á þennan hátt hefir berg-
málsmælirinn stuðlað að því að
fiskimenn hafa getað haldist
við á reyndum fiskimiðum,
þrátt fyrir vind, straum og
þoku. Og auk þess er hér um
hinn mesta veiðarfærasparnað
að ræða, því nú er hægt að
fylgjast með öllum grynningum
og mishæðum á sjávarbotni,
og komast hjá því að festa og
rífa netin eða vörpurnar.
Sumir fiskimenn höfðu fyrir
alllöngu veður af því, að með
dýptarrnæli væri hægt að finna
hvar fiskur væri undir í sjón-
um. Þeir kváðust hafa orðið
varir við bergmálsleiftur á
mælinum, sem þeir vissu ekki
hvaðan stöfuðu, en sem ber-
sýnilega ekki gátu komið frá
sjávarbotni, heldur frá ein-
hverju öðru, sem oft var all-
nærri yfirborði sjávar. Aðrir
héldu því fram að þetta væri
eitthvað sem svaraði til trufl-
ana í útvarpi.
Félag það í Boston, sem
framleiðir þessi áhöld, var ekki
alveg á því að viðurkenna
nokkur aukabergmál í mælin-
um, þangað til starfsmenn
félagsins höfðu sannprófað
þetta.
Það fara stöðugt fram víð-
tækar rannsóknir á því, hvort
þetta verkfæri sé nothæft til
að finna fisktorfur og eru
horfur sagðar góðar á, að það
muni takast. Nýlega var ein
slík tilraun gerð á leið frá Lu-
bec til Machiashafnar við
Maineflóa. Skipið sigldi inn á
flóann og sýndi bergmálsmæl-
irinn tíu faðma dýpi. Skyndi-
lega varð vart við allmikið
bergmálsleiftur, sem kom frá
fimm faðma dýpi, en botninn
var á tíu faðma dýpi eins og
áður.
Skipstjórinn reyndi nú á
venjulegan hátt fyrir fiski og
varð hans var í fimm faðma
dýpi, og kom það heim við
„leiftrin“ á bergmálsmælinum.
Aðra fisktorfur fundust nú á
sama hátt.
Þá eru miklar líkur til að.