Úrval - 01.10.1944, Side 61
BERGMÁLSMÆLIRINN
59
gott gagn megi hafa af mynda-
töku úr lofti við fiskleit, eftir
því sem fiskimálastjóri Banda-
ríkjanna segir. Ivleð mynda-
töku úr lofti er hægt að ákveða
með meiri nákvæmni stað fisk-
torfanna, stærð þeirra og teg-
und fiskjarins.
Það eru hér um bil fimm ár
ár síðan byrjað var að ljós-
mynda fisktorfur úr lofti frá
Californíu. Tilgangurinn var
sá, að sjá hve þéttar torfurnar
væru.
Litur og þéttleiki torfanna
voru aðalþættir rannsóknar-
innar. Myndirnar voru stækk-
aðar og þaulvanir fiskimenn
voru síðan fengnir til að ákveða
tegundir fiskjarins. Með saman-
burði á myndunum verður ef
til vill hægt að komast að raun
um hverjar fisktegundir eru í
hverri göngu.
Að stríðinu loknu verður að
líkindum talið heppilegt að nota
helicopterflugvélar til fiskleit-
ar þegar um fisktegundir, sem
vaða ofansjávar, svo sem
makríl og ýmsar síldartegundir,
er að ræða. Með því svo að út-
varpa fréttum um fiskgöngur,
mætti spara fiskiskipum bæði
orkugjafa og oft og tíðum dýr-
mætan tíma.
Flugvélar frá herskipaflot-
anum hafa nú þegar fundið
síldartorfur á strandgæzlu-
ferðum sínum við Californíu,
og frekari rannsókna úr lofti
er von, þegar síldveiðitíminn
byrjar í ágústmánuði.
þAÐ átti að fara að vígja vísindastofnun eina í New York, og
forstöðunefndin skrifaði Albert Einstein og bauð honum að
flytja ræðu við vígsluathöfnina. En tíminn leið og ekkert svar
kom frá Einstein. Loks sendi nefndin mann á fund hans til þess
að ganga eftir svari. Einstein svaraði ósköp sakleysislega: „Sann-
ast að segja er ég hættur að opna bréfin mín, og mér líður
miklu betur síðan."
*
JsJOTAÐU þá hæfileika sem þér eru gefnir. Það mundi vera
hljótt í skóginum ef eingöngu þeir fuglar, sem beztu söng-
röddina hafa, létu til sin heyra.
s*