Úrval - 01.10.1944, Síða 62
Brezkur þingmaður, sem ferðaðist til frlands rótt áður en
samgöngubaimið var sett á milli Englands og Irlands,
kynnir hér —
Hin írsku sjónarmið.
Grein úr „Maclean’s Magazine",
eftir Beverley Baxter, M. P.
f ESTIN mjakaðist löturhægt
^ frá Enniskillen áleiðis til
landamæranna. Við Sir Ernest
Cooper sátum tveir einir í
fyrsta-flokks vagnklefa, en á
einni smástöðinni kom sveita-
piltur inn til okkar og tók sér
sæti. Hann var í grófgerðum
fötum, með legghlífar á fótum,
— sextán ára sláni.
Lestarþjónninn kom inn og
starði á piltinn. „Og hvað ert
þú svo sem að vilja hér, í fyrsta
flokks vagni?“ spurði hann á
hreinni leikhús-írsku.
,,Og hver skyldi svo sem vera
munurinn?" spurði pilturinn.
Lestarþjónninn leit á þriðja-
flokks farmiðann hans.
„Ellefu shillings,“ sagði hann
„og láttu þér það að kenningu
verða."
Pilturinn greiddi upphæðina,
eins og sig skipti það engu
máli. Lestarþjónninn varð hálf-
sneyptur, hristi höfuðið og
hvarf síðan á brott.
„Hvað starfar þú?“ spurði
Sir Ernest.
„Ég er smyglari," svaraði
pilturinn hæversklega.
Okkur Sir Ernest brá nokk-
uð við þetta svar.
„Hverju smyglar þú?“ spurð-
um við.
„Nautgripum,“ svaraði pilt-
urinn. „Ég er í félagi við hann
föður minn.“
„Hvað starfar hann?“ spurði
ég.
„Hann er smyglari," svaraði
pilturinn.
„Hvora leiðina smyglið þið?“
spurði Sir Ernest.
„Venjulega að sunnan, til
Norðurlands,“ svaraði hann
hispurslaust. „En ég var á ferli
alla fyrrinótt, að smygla hálf-
dauðum beljum til niðursuðu-
verksmiðju fyrir sunnan. Við