Úrval - 01.10.1944, Síða 69
VIÐARHERZLA
67
Það er hægt að herða allar
trjátegundir með þessari aðferð.
Mjúkan hlyn má gera að hörð-
um hlyn, og harðan hlyn má
gera eins harðan og íbenholt.
Það má svíða þennan nýja kjör-
við með mótorlampa, en ef
lampinn er tekinn frá, slokknar
í viðnum, hann er eldfastur.
Efnið, sem notað er við herzl-
una er kallað methylolurea og
er framleitt úr kolsýru og
ammoniaki. Framleiðslukostn-
aður þess er aðeins um 50 aurar
kg. Með því að lita þetta efni er
hægt að fá viðinn í hvaða lit,
sem óskað er, og þá ekki að
eins á yfirborðinu, heldur er
viðurinn jafnlitur allt í
gegn.
Húsgögn úr þessum nýja kjör-
viði þola næstum ótrúlega með-
ferð. Það er óhætt að leggja þau
í vatn án þess að þau verpist,
þau þola þung högg, mikinn
hita, jafnvel logandi vindling.
án þess að á þeim sjái, en ef
þau þrátt fyrir allt hljóta
áverka, er auðvelt að afmá hann
með svolítilli sandpappírspjötlu
og húsgagnaáburði. Þrátt fyrir
þetta hefir viðurinn hina upp-
runalegu, silkimjúku eðlisáferð
sína og innri gerð hans nýtur
sín fullkomlega.
Á undanförnum áratugum
hafa trjáviðarframleiðendur
mátt horfa upp á það, að hrá-
efnisforði þeirra, skógarnir,
hafa sífellt þorrið, og að hvers
konar málmtegundir og gervi-
efni hafa rutt sér braut á fyrri
markaðssviðum þeirra. En nú er
hinn nýi kjörviður kominn fram
á sjónarsviðið, og er aðeins
hægt að leiða getum að því,
hvers má vænta af honum
í framtíðinni.
oo • oo
gÉRHVER drengur þarfnast föður, þótt e'kki sé til annars en
að athuga bresti hans og vankanta, og læra af því hvað forð-
ast beri í lífinu.
gÖLSÝNISMAÐUR sem finnur rósailm, fer þegar í stað að
skyggnast um eftir líkkistu.