Úrval - 01.10.1944, Síða 73
HÁRLITUN ER HÆTTULEG
71
sér illkynjaða húðsjúkdóma,
andateppu og stundum lífs-
hættulega eitrun. Ef þú hefir
hugsað þér að lita hár þitt með
þessari aðferð, þá ættir þú að
minnsta kosti að gera eftirfar-
andi tilraun áður en þú fram-
kvæmir litunina. Berðu litinn
sem þú ætlar að nota, með
hreinum bursta eða öðru áburð-
artæki, segjum á bak við eyrað.
Sjáðu svo um að liturinn komi í
hársvörðinn og einnig á hár-
lausu húðina. Varast skaltþúað
kambur, gleraugu, höfuðfat eða
aðrir hlutir snerti þann stað,
sem litaður hefir verið. Ekki
skalt þú heldur búa um staðinn
með umbúðum. Ef þú verður
var einhverrar ertingar innan
sólarhrings — er þér ráðið frá
að nota litinn.
Við hverja hárlitun skal ný
tilraun gerð, því bæði getur
breyst næmi viðkomandi per-
sónu og efnisinnihald litarins.
Sé hársvörðurinn og húðin
hreistruð eða sjúk má undir
engum kringumstæðum nota lit-
inn. Allir hárlitir eru augunum
stórhættulegir. Því skal ávallt
forðast að lita augnhár og auga-
brúnir. Ef þú verður var við, að
þú sért viðkvæmur fyrir litum
þessum (amin-litum) er heppi-
legast fyrir þig að hætta
að hugsa um hárlitun. Að
vísu getur þú gripið til aðferðar-
innar með tilbúnum koltjörulit-
um, sem eru með öllu hættu-
lausir. Hvaða blæ sem hárið
fær með þeirri aðferð þá rennur
hann af við höfuðþvott. Þetta
getur verið heppilegt, þegar
rangur litur hefir verið valinn—•
en jafn óþægilegt er það fyrir
þig, ef þú lendir í slagviðri,
höfuðfats og regnhlífarlaus.
I þriðja lagi eru málmlitirnir,
sem framleiddir eru í stórum
stíl. Flestir málmlitir eru sein-
virkir, og viljir þú fá hreinan
lit á hárið, þarf margar síendur-
teknar tilraunir. Eins og við
mátti búast hafa framleiðendur
reynt að snúa ókost þessum sér
í hag á þann hátt, að þeir segja,
að þeirra aðferð gefi hárinu lit
sinn smátt og smátt. „Jafnvel
nánustu vinir þínir munu ekki
veita því athygli né gruna þig
um að lita hárið“. En þótt vinir
þínir kunni að vera svona
gleymnir þá mun niðurstaðan
eyða öllum efa þeirra, því að lit-
un með málmlitum gefur hár-
inu oft sérkennilega grænan
blæ. Hárið fær leiðinlegt, dautt
útlit, sem óhjákvæmilega kem-
ur upp um þig.