Úrval - 01.10.1944, Síða 89
SKÁLDSAGAN:
KLUKKA HANDA
ADANOBORG
(í samþjöppuðu formi)
EFTIR
JOHN HERSEY
Pramhald frá 4. hefti, bls. 127.
ORGUNINN eftir sat Pur-
vis með fæturnar upp á
borði. Hann var í vondu skapi.
Trapani liðþjálfi var ekki við-
staddur. Kapteinninn ræddi við
Chuck Schultz korpóral, semvar
á verði. „Þessi Joppolo,“ sagði
hann. „Mér var farið að líka vel
við hann, en hann er leiðinda
náungi. Ég var rétt að byrja að
skemmta mér í gærkvöldi, þeg-
ar hann kemur ófullur eins og
nýfætt barn og rekur mig
heim.“
Schultz var ekki ræðinn, og
brátt varð alger þögn. Purvis
geispaði, teygði úr sér, starði
út um dyrnar út á strætið
í nokkrar mínútur, stóð upp,
gekk um herbergið, settist nið-
ur, geispaði enn og sagði: „Æ,
ég vildi, að ég hefði eitthvað að
gera.“
Hann hallaði sér aftur á bak
í stólnum og lagði fæturnar
aftur upp á borðið. Um leið datt
skjalabunki niður á gólfið.
„Æ, hver fjandinn,“ sagði
hann, „það er líklega bezt að
laga til á skrifborðinu.. Ég verð
að gera það einhverntíma hvort
sem er.“
Hann laut áfram og tíndi upp
skjölin, sem dottið höfðu. Hann