Úrval - 01.10.1944, Side 93
KLUKKA HANDA ADANOBORG
91
.,Þið hljótið að hafa einhvern
lista yfir fanga, er það ekki?“
,,Það kemur mér ekki við. Ég
er yfirmaður borgaralegra mál-
efna í Adano“.
„Hjálpið mér, herra majór.
Að vita ekkert er verra en að
vita af honum dauðum.“
„Hundruð manna koma inn í
skrifstofu mína á hverjum degi
og biðja mig um þetta sama. Ég
segi yður satt, það kemur mér
ekki við.Styrjöldinerennþáháð,
skiljið þér það ekki ? Við þurfum
að berjast. Við getum ekki hætt
í miðri orustu og opnað upp-
lýsingarstöð fyrir einmana unn-
ustur.“
,,Ö, bregðist þér nú ekki
svona við, herra majór. Þér sem
voruð svo vingjarnlegur við
mig. Ég hélt —.“
„Er það vegna þessa, sem
þér voruð alúðlegar við mig?
Var það í þessum tilgangi, að
þér senduð föður yðar til þess
að bjóða mér heim? Til þess að
ég gæti fundið elskhuga
yðar?“ Joppolo stóð upp. „Mér
þykir leitt, að þér skuluð hafa
svona ranga hugmynd um
hlutverk mitt. Ef þér þurfið að
tala við mig viðvíkjandi starfi
mínu, bjóðið mér þá ekki heim
og gefið mér brjóstsykur.
Komið í skrifstofu mína. Ég
mun afgreiða yðar mál eins og
öll önnur.“
Þó að Trapani liðþjálfi skrifaði
rangt nafn utan á rauða blaðið,
sem skýrði frá afturkallaðri
skipun um kerrur, þá stoðaði
það ekki mikið. Strax og við-
komandi opnaði umslagið og
las blaðið, fór hann með það
til hins rétta aðila.
Rétti maðurinn var W. W.
Norris undir-ofursti, foringi í 49.
herfylki. Ranga persónan lagði
rauða blaðið á skrifborð hans.
Norris, sem var íþyngt með
allt of mikilli skriffinnsku, las
það ekki einu sinni allt. Hann
las aðeins fyrri hlutann, um að
Marvin hershöfðingi hefði gefið
skipun um að stöðva kerrur
við úthverfi Adano.
Því næst skrifaði hann með
blýanti í efra hornið til vinstri:
„Venjuleg afrit fyrir skjala-
safn herfylkisins. Auka afrit
sendist til Middleton ofursta,
merkt: „Til athugunar fyrir
Marvin hershöfðingja.“ Því
næst ýtti hann blaðinu í körf-
una, sem síðan var borin út.
Tveimur tímum síðar tæmdi
liðþjálfi nokkur körfu Norris
ofursta og tók þá þrjú afrit