Úrval - 01.10.1944, Side 97
KLUKKA HANDA ADANOBORG
95
ur þinni, hvað hún á að segja
við herra majórinn.“ Hann var
hræddur um að hinn kuldalegi
Tomasino mundi skipa henni
að segja eitthvað, sem lýsti
óánægju.
Svo fóru þá allir fiskimenn-
irnir heim til Tomasino, fundu
Tinu að máli, og Tomasino
sagði: „Tina, þú þarft að fara
í sendiför fyrir okkur. Fiski-
mennirnir í Adano vilja, að þú
farir til herra majórsins fyrir
þá. . .“
Tina laut höfði og sagði:
„Ef þú skipar mér. . .“
Tomasino sagði: „Þú átt að
segja honum, að við séum fegn-
ir því að geta róið. . .“
Tina fór til herra majórsins
klukkan átta næsta morgunn.
Þegar Zito leiddi hana að skrif-
borði Joppolós, sagði hún ögr-
andi: „Þér sögðuð, að ef ég ætti
erindi við yður, skyldi ég koma
á skrifstofu yðar. Ég er kom-
inn.“
Joppoló var svo hygginn að
benda Zito að fara út, áður en
hann sagði: „Mér þykir leitt,
að ég skyldi segja það. Það
hefir angrað mig síðan.“
Tina sagði: „Er það?“ Þetta
sagði hún blíðlega en svo bætti
hún hörkulega við: „Það áttuð
þér líka skilið. Þér voruð mjög
ókurteis."
Majórinn sagði: „Ég veit, að
ég var það. Mér þykir það afar
leitt. Ég hefi verið að reyna að
komast að þessu, sem þér vild-
uð fá að vita.“
Nú var Tina ekkert nema
alúðin. „Meinið þér þetta um
Giorgio minn ? Hafið þér komizt
að því? Er hann fangi?“
„Ég veit það ekki enn.Enþað
getur verið, að ég geti sagt yður
eitthvað um alla fanganna eftir
nokkra daga.“
„Er það? Er það satt, herra
majór?“
„Alveg satt, Tina.“
„Ó, herra majór, ég þakka
yður fyrir, ég þakka yður og
kyssi hönd yðar.“
Og svo þaut hún á dyr.
Hún hljóp alla leið heim og
þegar Tomasino spurði hana,
hvort hún hefði sagt það, sem
fiskimennirnir höfðu sagt henni',
sagðist hún hafa gert það, já,
hún hafði gert það, og hún sveif'I-
aði handleggjunum um hálsinn
á föður sínurn og kyssti hann á
báðar kinnar, og hann tók utan
um hana og þrýsti henni aðeins
að sér og sagði önuglega: „Tina
litla, þú ert kjáni.“