Úrval - 01.10.1944, Blaðsíða 98
96
ÚHVAL
Cacopardo sendi Joppolo at-
hyglisvert bréf. Það hljóðaði
svo:
,,Einn eða tvo kílómetra út
frá ströndinni, á Adanosvæðinu,
liggur mótorskipið Anzio sokkið
á grunnum sjó, með toppana á
siglutrjánum upp úr.
Eigandinn er Galeazzo Ciano,
tengdasonur Mussolini, sem
gerði samband við Hitler, hlægi-
legur utanríkisráðherra.
Skipið hafði, í Adano, tekið
nafta og smumingsolíuf arm,
sem fara átti til Trieste, og
bætti síðan við tíu þúsund tonn-
um af óunnum brennisteini í
Vicinamare.
Er það nálgaðist Adano á leið
sinni til Trieste og meðan það
beið eftir sambandi frá loft-
skeytastöðinni, varð það fyrir
timdurskeyti frá kafbát, sem
auðsjáanlega hefir fylgzt með
fermingu þess í Adano og
Vicinamare.
Hvítt reykský gaus þegar í
stað upp úr skipinu, og skip-
stjórinn, ágætur sjómaður,
reyndi að sigla á fullri ferð í
krákustígu til þess að ná grunn-
sævinu hjá Molo di Levante, en
þá sökkti annað skeyti skipinu
og hefir það líklega hitt skrúfu-
ásinn.
Farmurinn er mjög mikil-
vægur fyrir líf borgaranna í
Adano og öðrum borgum í
nágrenninu.
Mér hefir verið sagt frá þurr-
kví í höfninni, sem í gær hafi
tekið af hafsbotni smá fiski-
skútu er sökt var í loftárásum
brezkra flugvéla nýlega.
Nú bið ég yður að þér leggið
fyrir hans hágöfgi, aðmírálinn
yfir flotanum hér, að taka til
athugunar, hvort ekki muni
hægt að draga upp í þessa
fljótandi þurrkví skipið Anzio
og skipa svo upp farminum, sem
er svo nauðsynlegur lífi borg-
aranna. Ef svo reynist, vildi ég
selja brennisteininn til ágóða
fyrir Adano og málstað hinna
frjálsu þjóða.
Virðingarfyllst.
M. Cacopardo.
Joppolo rak strax augun í
setninguna ,,til ágóða fyrir
Adano.“ Hann átti dálítið erfitt
um greiðslur til borgarhjálpar-
innar. Hann gæti ef til vill, ef
flotinn fengist til að koma Anzio
á flot, selt farminn og notað
andvirðið til borgarhjálparinn-
ar.
Joppolo hafði ekki haft tæki-
færi til að tala við Livingston
liðsforingja í flotanum síðan