Úrval - 01.10.1944, Page 100
98
ÚRVAL
líka. Þessi staður er óskapleg
hola.“
Joppolo var ekkert um það
gefið, að talað væri þannig um
borgina, en nú stefndi hann að
vissu marki, svo að hann sagði
bara: ,,Já, það er nú meira hvað
það er leiðinlegt hér, finnst yður
ekki? En þið þama í flotanum
hafið búið vel um ykkur.“
,,Tja,“ sagði liðsforinginn
hæverkslega, „okkur finnst
það ekki skaða neinn að lifa
þægilegu lífi.“
„Jæja,“ sagði majórin, „ég
hringdi bara til þess að þakka
yður fyrir fiskinn. Þér eruð
svei mér orðin vinsæll hjá þess-
urn ítölum.“
„Það er allt í lagi,“ sagði
Livingston, „gaman að geta
hjálpað þeim.“
„Jæja, þakka yður samt afar
vel . . . En bíðum við, áður en
við hættum. Mér datt nokkuð í
hug. Ég heyrði dálítið um dag-
inn, sem þér getið notað til þess
að eignast enn fleiri vini og
látið um leið meira gott af yður
leiða.“
„Hvað er það?“ sagði Living-
ston, og renndi sér eins og
glorhungraður silungur á flugu.
„Hafið þér séð siglutoppana,
sem skaga upp úr sjónum utan
við höfnina að austanverðu,
úti við brimgarðinn? Nú, ég
hefi heyrt, að þeir séu á litlu
mótorskipi, sem er með brenni-
steinsfarm og annað sem borgin
þarfnast. Mér var að detta í
hug, að ef þessi fljótandi þurr-
kví ykkar hefir ekki of mikið að
gera einhvern tíma á næstunni,
gætuð þið náð því upp, og borg-
in fengi svo farminn, og þér
yrðuð sennilega að láta af starfi
og gerast borgarstjóri vegna
vinsælda yðar.“
„Sko til“ sagði liðsforinginn,
„þetta er fjári góð hugmynd.
Ég þarf að fá leyfi til þessa, en
það ætti ekki að vera erfitt.
Þakka yður kærlega fyrir hug-
myndina."*
„Ég hringdi til þess að þakka
yður,“ sagði majórinn. „Ég kem
einhvern daginn og geng eftir
boðinu um skozka wiskýið."
„Komið hvenær, sem þér
viljið,“ sagði Livingston.
Þegar liðsforinginn hafði lagt
frá sér símaáhaldið fór hann að
hugsa með sér: „Ágætis náungi.
Maður getur aldrei sagt til um
innrætið, fyrr en maður kynnist
manninum."
„Sko til, málið stendur